Sviss V - Nathalie að hræra ostafondue

sviss o.fl. 07-08 077

Unnur og Grímur með mynd af Anítu frænku

Unnur og Grímur

Sviss IV - Unnur Lilja með blyz í Zzzzuerich í SwiZZZZ

Unnur

Sviss III - einn fljúgandi Grímur með risaaxlabönd

Grímur

Sviss II - ein ágæt sleðaferð

sleðaferð

Sviss I

Mikið skrambi er Sviss skrýtið og skemmtilegt land og vikan sem við eyddum þar var ljúf. Zurich er líka ansi mögnuð borg.

Maður er eitthvað svo öruggur í Sviss. Svissnesku úrin er með innbyggða stundvísa - svissneskir hermannahnífar geta skorið þykkustu þagnir og fondúið gerir svæsnustu átvögl södd á svipstundu. Og ef maður byggi hér væri maður tryggður í bak of fyrir; með leynisjóð hér og leynisjóð þar og vélbyssu inni í skáp til að vera fullkomlega öruggur.

 Örvar bróðir býr ekki við lestarstöð - hann býr á lestarstöð. Því fylgja miklir kostir; á 20 mínútum er maður kominn niður í hringiðuna; bíó, bjór og bús í miðbænum. Og einhverjir gallar. 

Við stunduðum laugarnar töluvert. Þarlendir kalla sundlaugarnar ekki sundlaugar heldur Spa eða Wellness-center o.s.frv. þær eru eins og þær íslensku bara með fleiri rennibrautum og straumlaugum - þær eru dýrar og þar er ekki hægt að synda. En þær eru heitar og góðar og hægt að setjast á speedónum í plaststóla og borða franskar með mayjó sem á það til að leita á fellingarnir og milli þeirra og maður fattar ekkert fyrr en í sturtu. Ef ég væri markaðsmaður myndi ég hætta þessu þrugli um Ísland sem land eldfjalla og ísa og undirstrika dásemd lauganna. Allar laugar á íslandi ættu að heita spa-eitthvað. Búdpestingar eru allir í þessu laugadæmi. 

 Mér skilst að Sviss sé dýrt land en þeir veitingastaðir og kaffihús sem við fórum á voru sanngjarnir í verði, gæðin voru töluverð og þjónustan þægileg. Og verslunarmiðstöðvarnar sem við heimsóttum fá prik fyrir magnaðar bókabúðir. Í Carrefour-kringlunni hér í Madrid er hægt að kaupa nýjustu Dan Brown og Isabel Allende og vegakort. Þar er hvorki hægt að kaupa Moggann né El País. 

Ég reyndi að stunda mótvægisaðgerðir og fitusprengingar og við bræður skokkuðum nokkrum sinnum um hverfið og hafi einhverjir staðið á njósn bak við gluggatjöld hafa þeir ekki geta séð tvo hávaxna menn hlaupa einbeittir á svip. Nei. Þeir myndu hafa séð ógreinilegar ljósrákir, fundið hvin og hita. Slík var yfirferðin. 

Jú, og við fórum með krakkana upp í fjall á sleða. Og við tókum lest upp á Uetliberg sem er víst frægur útsýnisstaður og síðan gengum við langleiðina niður. Við Hanna notuðum tækifærið og skruppum í bíó á þá mögnuðu mynd Atonement. Hún er ekki skemmtileg og gerir fólk dapurt.

En það var gaman í Sviss og ansi líklegt að maður kíki í sumar til að sjá Alpafólkið spila fótbolta.,,bannað að missa brauðið

 

 

 


Smá pistill og svo skrifpása sökum Svissferðar

Góð jól - fjandi góð jól. Biðin eftir pökkunum var þolanleg í þetta skiptið enda eyddi ég meiri tíma yfir pottunum en oft áður. Ég hafði tekið að mér að elda fiskisúpu og verandi langt frá sjó þóttu mér x-faktorarnir vera heldur margir - eins er ekki auðvelt að gera sambýlismanni mínum, honum Antoni Ego, til hæfis. Meðan á matargerð stóð hlustuðum við á hann Gest Einar - hann er smámsaman að þoka hr. Kristi úr bílstjórasætinu á þessum degi. Dásamlegt þegar hann hringdi í einhvern nývaknaðan íslenskan ungling í Argentínu sem átti að segja frá jólunum þar. Eldhúsið fylltist af séríslenskum aulahrolli sem var gott mótvægi við hitann frá ofninum.

 Og við elduðum spænsk lambalæri smá - afar fín - sérstaklega þegar við hituðum þau upp áðan.

Börnin voru sem hugur manns við matarborðið en hr. Grímur var með slappasta móti hvað lyst varðar. Fiskisúpan þótti góð og heimilisfriðnum bjargað um stundarsakir. 

Gjafir voru vel valdar og vel þegnar. Krakkarnir léku sér í Playmobil fram eftir kvöldi. Ég og Anton fengum haug af fínum bókum. Þótt að ég hafi farið á hraðlestranámskeiðsripoffdæmi  á sínum tíma er ég rakki undir hófunum á hraðlestrarhestinum Antoni sem las bók um einhverja Sísí á tæpum 6 tímum. Ég kláraði reyndar bók Péturs Gunnars um Þórberg áðan og var afar sáttur. Aðdáunarvert hvað sumir eru einbeittir; Þórbergur fær til dæmis esperantó á heilann og er vakinn og sofinn að læra það tungumál og kenna. Eftir áramót ætla ég að búa til lista a la Þórbergur:

1. Minnka drykkju

2. hætta í neftóbaki

3. draga úr kvenfari

4. læra spænsku 5 tíma á dag

5. stunda sjóböð (á Alicante).

Nú er klukkan sjö að kvöldi jóladags. Á morgun fljúgum við til Zuerich að heimsækja Örra bróður. Mér þykir mikilvægt að heimsækja hann á þessum tíma því ekki er ólíklegt að handboltasamband Sviss setji hann í gapastokk fyrir lífstíð fyrir syndir sínar á vellinum.

Allavega - hafið það sem best og höres á nýju ári

 Arnar

 

 


Jólakveðja

 

Fjölskylda - græni bangsi

Unnur og Grímur


Af öfum

Unnur og Grímur eru heppin. Þau eiga þrjá afa. Allt eru þetta tiltölulega ungir menn; myndarlegir í meðallagi, vel greindir, all-sterkir verkmenn sem gætu byggt hús eða sett saman bíl ef þeir tækju sig saman. Einn er bóndi eyfirzkur, dýrelskur nautabani og lestrarhestur með svag fyrir Harry Potter og Transformers. Annar er skipstjóri glerárþorpzkur; syndur sem selur, skíðinn mjög  og all-gefinn fyrir ferðalög með hús í eftirdragi. Sá þriðji er altmuligmand engilsaxneskur, gefinn fyrir sveiflutónlist, garðyrkju og ótæpilega tedrykkju.

Ég er ekki jafn-heppinn og Unnur og Grímur. Mínir afar og ömmur stimpluðu sig út fyrir nokkrum árum með skömmu millibili. En það mátti ekki seinna vera, vinnudagurinn var orðinn syndsamlega langur og í raun hrein móðgun við þá sem stimpla sig út í hádeginu.

Unnur og Grímur hafa fjögurra heima sýn. Sveitin; hundar; skrýtnir kallar með rauðan víkíng, sviðalappir, hundakex.  Jörvabyggð; dekurdagar, sundferðir og kaffihús; bókasafnið. England; Allan og Barbara í York og Scarborough; te með kóngafólkinu, Conga með tefólkinu, shit in a tray with their shitfaced daad.  Spánn; kurteisi og trankílidad; borgarmenning madrísk.

 Unnur og Grímur eru heppin. Þau eiga þrjá afa. Þau eiga reyndar bara eina ömmu. En hún er ágæt. Hin var líka góð. Þannig er nú það.

 


L - S - Y IX Grand hótel

Scarborough er ansi merkilegur staður. Á seinni hluta 19. aldar og töluvert fram á þá 20. var þetta staðurinn til að fara á. Þarna voru glæsileg hótel, heilsuhæli og afþreying fyrir fólk sem hafði efni á ferðalögum og fríum. Síðan fara menn að streyma til Spánar eftir 1950, kannski 1960 og Scarborough koðnar niður ,,gamlingjum og hröfnum að leik". Eitt glæsilegasta hótel í heimi var reist í Scarb. í kringum 1860 (sjá vinstra megin á mynd). En í yfir 20 ár hefur það sinnt ódýrum kúnnahópi með hálfvafasamri þjónustu. Eftirfarandi upplýsingar fann ég á Wikpedia.

  • Several cases of sickness were reported in the mid-1990s under previous ownership, and in 2002 an outbreak of gastro-enteritis hospitalised one man and affected more than 200 guests and staff. A month later, 54 people fell ill, leading to ten days' closure to carry out cleaning.[5]
  • In October 2004, a number of guests were quarantined in their rooms due to reports of sickness. Following this, in December, the hotel shut for ten days due to an outbreak of the Norwalk virus. This incident, in which no-one required hospital treatment, closed the establishment for several days. [6]
  • In 2005 an investigative BBC report revealed several health issues at the hotel, including the presence of e-coli bacteria.[7] [8]
  • In 2006 the hotel was fined £10,000 after a guest drank water that contained dangerous levels of bleach.[9]
  • In March 2007, 120 people fell ill with the Norwalk virus.[12]
  • In October 2007 there was another sickness outbreak in the hotel. This was followed in November by another outbreak, affecting several passengers from UK coach companies. Stringent health measures are in place, but appear to be failing.[citation needed]

Grand Hótel

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband