Færsluflokkur: Bloggar
2.10.2007 | 07:53
Útlendingar eru skrýtnir I
Hvada baekur aetli séu notadar í kennslufraedum hér á Spáni? Stendur thar kannski skrifad:,,Í upphafi skóladags thegar krakkarnir eru ad safnast saman í portinu og bída kennara síns - tha er vid haefi ad spila Ouverture úr Vilhjálmi Tell. Vid thetta komast allir í mikid laerdómsskap og thetta thjappar hópnum líka saman." Thetta ágaeta stykki var einmitt spilad í morgun. Og Unnur segir mér ad í tímunum sjálfum sé spilud tónlist; sama lagid aftur og aftur. Sem minnir óneitanlega á hreyfimynd í litum frá áttunda áratugnum thar sem Jack Nicholson var látinn dúsa í einhverri félagsmidstod allan daginn af thví ad hann var frekar óthaegur.
Ég thori ad vedja ad Valkyrjureidin verdur spilud einn gódan vedurdag í skólaportinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2007 | 20:06
Þrautseigja
Ég er þrautseigur á vissum sviðum en fjótur að gefast upp við vissar aðstæður. Ég hef til dæmis aldrei verið gefinn fyrir að klára bækur þegar ég er orðinn leiður á þeim. Nú er þetta vonandi að breytast. Ég hef verið að lesa þá ágætu bók Lolitu sem ég hef lesið allavega tvisvar á ensku - núna er ég að lesa hana á spænsku. Sem þýðir að ég skil svona 40 prósent af textanum, en þetta reddast því ég þekki söguna vel. Að undanförnu hef ég verið við það að gefast upp. En þá verður mér hugsað til vinar míns Magga Karls sem er seigasti djöfull sem ég þekki. Nokkur jól í röð naut Maggi þeirra gæfu að fá afar merkilegar bækur í jólagjöf. Ein jólin var það ævisaga Jóns Sigurðssonar, önnur jólin var það ævisaga Einars Ben og þriðju jólin var það Halldór (eða Kiljan) (eða Laxness). Og það var setið, og setið. Vissulega var stundum erfitt að neyða sig í gegnum lista yfir hluthafa í einhverju ævintýrafirmanu hjá Einari Ben - en áfram skyldi haldið.
Það eru nokkur ár síðan að ævisaga Einars Ben kom út, en frekar stutt síðan að ég heimsótti Magga. Ég man ekki betur en ég hafi séð annað bindið á lesborðinu hjá góða stólnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.9.2007 | 19:45
Ummerki um Ísland
Maður er alltaf á útkíkkinu eftir Íslandi í útlöndum. Er þetta landi ekki til? Er ég ekki til? Við erum ekki á allra vörum, en það glittir í okkur hér og þar. Á bókasafninu er allavega ein bók eftir Guðberg (Faðir og móðir...), ég hef rekist á Laxness í nokkrum bókabúðum, Takk með Sigur ros í Media Markt, Björk á forsíðu einhvers menningartímarits og þótt Eiður Smári sé ekki í liðinu er hann alltaf í mynd þegar sýnt er frá æfingum Barcelona. Það bera að þakka fyrir það.
Ég bjó í Heidelberg veturinn 1992-1993 og ég held að ég hafi verið mjög leiðinlegur. Uppfullur af leiðinda þjóðrembu - meira gefinn fyrir það að segja frá meintum afrekum þjóðar minnar heldur en að fræðast um aðrar þjóðir og þeirra ágæti. Ég gaf meira að segja kunningja mínum disk með Sálinni í afmælisgjöf og ætli maður hafi ekki reynt að troða hákarli og brennivíni upp á blásaklaust fólk og ætli maður hafi ekki farið til Stuttgart til að sjá Eyjólf Sverris spila og ætli maður hafi ekki sagt frá Hófí og Jóni Páli, þorskastríðunum og Guðlaugi, drykkjuþoli og sviðum.
Nú er maður vitrari. Mér nægir að sjá glitta í Ísland hér og þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 19:23
,,Kassi af landa ef þú gerist áskrifandi að Morgunblaðinu"
Einhver myndi líklegast hikzta ef slíkur ósómi birtist á síðum Moggans einn góðan veðurdag (weather day?). En svona er þetta nú í fyrirheitna landinu. Kassi af rauðvíni, glös, karafla og eintóm gleði ef maður gerist áskrifandi að El País. Ekki ónýtt að byrja daginn á íþróttasíðum El País, fara síðan yfir í afþreyinguna, hvað er að frétta af Lindsay Lohan og Britney Spears? Snúa sér síðan að pólitíkinni ( frekar hratt), yfir í menninguna, og þá, svona upp úr níu, þá byrjar maður að umhella (uhm hvað þetta er eitthvað þýskt, sbr. umsteigen) Og klukkan tíu byrjar maður að lesa smáauglýsingarnar, og fá sér dálítið í litlu tána. Um ellefu er maður aðeins farinn að kippa, enda karaflann orðinn hálf. Klukkan tóf fer maður að nöldra eitthvað í kellingunni og skella upp úr upp úr þurrru. En það er bara fínt, ha, já, þegiðu, bara, ha. Því það er svo stutt í siestuna. Muy bien.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2007 | 18:44
Að leita að flöskum
Áttundi áratugurinn. Tjarnalundurinn í byggingu og fleiri lundir. Maður er svona átta. Og mikið er gaman að leita að flöskum. Og finna flöskur; litlar og feitar kók, framandi eyju; Thule, heilsudrykkinn Maltextrakt. Síðan liggur leiðin í Hrísalund og þar er góssinu skipt fyrir eitthvað bitastætt. Þessi tilfinning er góð, að leita, að finna, að græða. Þessi tilfinning er komin aftur (reyndar mætti taka fram að hér á Spáni er maður ekki verðlaunaður fyrir ákafa bjórdrykkju, ekkert skilagjald hér - mér fannst ég alltaf vera að græða þegar ég keypti kippu af bjór heima). Allavega. Við erum orðnir hlaupagikkir (ég mun samt aldrei, aldrei, klæðast þessum viðbjóðslegu hlaupabuxum sem Jón Harðar og Finnur Friðriks og þeirra nótar klæðast. Mig grunar að Jón hlaupari hafi aðstoðað við hönnun þeirra). Hvernig tengjast síðan hlaup og flöskur? Jú, víð búum við hliðina á golfvelli og um daginn fann ég golfkúlu í einum hlaupatúrnum. Þvílík gleði. Þvílíkar guðdómlegar sannanir! Við gætum auðvitað keypt hjólbörufarm af golfkúlum, en þetta er annað. Þetta er svo gott. Einhvern veginn. Þetta er eins og að fara í veiði. Í einhverja skíta á sem gefur lítið af sér, en stundum verður maður var (einhver slúbbert að munda dræver), stundum er nartað (kúlan reynist ónýt) og stundum, já einstaka sinnum bítur einhver 8 punda andskoti á (flottur dunlop). Og maður fer stoltur með fenginn heim.
Við vorum einmitt að koma úr veiðitúr. Við urðum ekki vör. En spennan var til staðar. Þær voru þarna. Ég muna finna þær, en hættan lúrir. Fyrst ég mun finna þær, munu þær finna. mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2007 | 18:15
Morðinginn með barnsandlitið
Við bræður (ég og Örvar, veit ekki með Árna enn), þykjum all-dagfarsprúðir menn. Og ókunnugir myndu líklega telja Örvar með alúðlegustu mönnum sem til eru. Hann er kurteis, hjálpsamur, fórnfús - tja - listinn er langur. En allir eiga sér sínar skuggahliðar.
Örvar hefur enst ótrúlega lengi í íþróttum og hefur stundað handbolta sleitulaust í ótal ár við góðan orðstír í hinum ýmsustu löndum, þ.á.m. Danmörku og Sviss. Hann hóf ferilinn hjá K.A. undir stjórn Alla Gísla og á fyrstu leiktíð náði hann þeim merka árangri að vera léttasti leikmaður deildarinnar. Örri spilaði í nokkur ár með stjörnuliði Breiðabliks sem náði, ef ég man rétt, einu jafntefli á tveimur árum í úrvalsdeild. En það var ekki Örvari að kenna. Og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Örvar hvorki kurteis, hjálpsamur né fórnfús þegar kemur að íþróttum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2007 | 08:55
Gott fólk
Ég get ekki svarad athugasemdum eins og er - en mikid er gaman ad heyra i ykkur og gud blessi ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 20:58
Skólabækur
Á Spáni er jafn auðvelt að kaupa skólabækur handa krökkunum eins og að kaupa brennivín um helgar á Íslandi. Drottinn minn dýri. Hér er ekkert ein ferð í jónasar og málið dautt. Nei. Það þarf að fara með listann í sérvaldar búðir, bíða tímunum saman eftir afgreiðslu og ekki einu sinn víst að maður uppskeri nokkuð. Smá sovétfílingur - alveg laus við sjarma. Í fyrradag eyddi ég fjórum tímum niðri í Madríd við þessa iðju.
Útlönd eru skrýtin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.9.2007 | 20:48
Gente independiente
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 20:43
Hvað kosta góðir vinir?
Í Hávamálum er sagt frá því hvernig maður kaupir sér vináttu með smá brauði og öli. Ég veit ekki hvernig það virkar hér. Við vorum að selja íbúðina heima og því er lausafjárstaðan með skársta móti. Ég er tilbúinn að borga allt að 8 evrur á tímann fyrir traustan vin sem hlær á réttu stöðunum og kemur með mér í pílukast. Ég hef ekki oft þurft að kaupa mér vini en hef hins vegar oft verið hinum megin borðsins. Ég hef aldrei haft það jafn gott og í MA. Ég var á ágætum launum í skólanum og síðan fékk ég fastar greiðslur mánaðarlega frá pabba hans Guðjóns (honum Hauki). (Það er í lagi að segja frá þessu núna). Samningurinn gekk út á eftirfarandi: 1. Fara með Guðjóni í fótbolta og leyfa honum að njóta sín sem mest. 2. Drekka þýskan/belgískan bjór með honum og láta sem mér þætti hann góður. 3. Þiggja matarboð (oftast linsubaunasúpa) og fá sér þrjá skammta. 4. Ræða um kosti og galla Mac með tilheyrandi jargoni. Fyrir þetta fékk ég 50.000 á mánuði. Þetta var stundum hörkupúl. Ég gerði svipaðan samning við Bachman senior. Það var öllu erfiðara. Ég þurfti að hlusta tímunum saman á kynvillinginn Morrissey, ræða skák og leikjafræði. Ég neyddist meira segja einu sinni til að heimsækja Borgarnes og hlusta á endalausar lofræður um einhverja gamla sögu af einhverjum Egili.
Á morgun ætla ég að EIGNAST vin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)