Færsluflokkur: Bloggar
4.9.2007 | 11:35
Tilgangslaus störf útumallt
Ég er viss um að atvinnuleysi er nú með minnsta móti á Spáni. Hér virðist annar hver maður stunda einhvers konar eftirlitsstörf, annað hvort í verslunum eða í íbúðahverfum. Mikið vorkenni ég þessum vesalings mönnum. Í blokkaportinu okkar er gæsla allan sólarhringinn; 4-6 kallar, flestar frá Suður-Ameríku (og flestir alveg fullkomnlega dásamlegir og liðlegir og alltmuligmenn) skiptast á að passa mig. Ég héld fyrst að þeir ættu að passa upp á að enginn skríll færi að herja á oss millistéttarfólkið, en nú er mig farið að gruna að þeir séu að passa upp á að ég sé ekki á einhverjum þvælingi á nóttunni.
Þið kennarar sem lesið þetta - það er próftíð - þið sitjið yfir nemendum, svona tvo tíma einstaka sinnum - ímyndið ykkur að þetta sé starfið ykkar. Að fylgjast með að fólk geri ekkert af sér. Og því miður gerist aldrei neitt. Eða - jú - einn kom askvaðandi áðan í einni verslunarmiðstöðinni - ég hafði lagt hjólinu mínu ólöglega - kannski bjargaði ég degi þessa öryggisvarðar - kannski hefur hann eitthvað að blogga um í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2007 | 16:32
Dagdraumar í landi Súrrealismans
Dali og félagar voru ansi súrir á tímabili og var líklegast sólinni og vatnsskorti að kenna. Ég er farinn að upplifa svipaða hluti - ég loka augunum og hinar ótrúlegustu kynjamyndir bráðna saman. Hið fjarstæðukennda verður hversdagslegt. Mig dreymdi að Ísland ynni Spán í fótbolta (næsta laugardag) og í framhaldinu keyrði ég um götur Madrídar, hálfur út um gluggann með íslenskan borðfána - í græjunum Helgi og hljóðfæraleikararnir - og þegar mér varð litið í baksýnisspegilinn þá sat Eiður Smári afturí dulbúinn sem Megas, en ég þekkti hann á hnénu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 16:10
Stór mánudagur
Eftir töluvert mikið hangs, leiðindi en líka ævintýralegt legódund - má segja að Spánardvöl krakkanna sé loksins byrjuð. í dag var fyrsti dagurinn í skólabúðunum, sem er einhvers konar upphitun fyrir skólann. Sem sagt: börnin voru send burtu í morgun, mállaus og hamslaus (Unnur). Ein móðir var ekkert sérstaklega hress með ðetta. En börnin voru síðan sótt klukkan fjögur, tiltölulega sátt. Þarna voru einhver dýr og sundlaug og leikir og þess háttar. Í matartímanum var boðið upp á pasta og ávexti. Unnur sagði okkur síðan frá smá misskilningi sem varð þegar hún ætlaði að skila bakkanum hans Gríms; matseljan hélt að hann vildi meira og senjor Grímur fékk annan umgang (reyndar ekki af rauðvíni).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2007 | 08:52
Átak í júní
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 14:57
Mynd af Grími
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 20:26
Rómeó og Júlí - Baz Luhrman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 20:18
Feitur fasteignapælari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 09:36
Ítalía
Nú styttist í það að fjölskyldan taki sig upp og flytji til Ítalíu. í vetur hef ég verið að daðra við ítölskuna og eitthvað orðið ágengt - ég er allavega kominn langleiðina með Bláa hnöttinn og þykist skilja í það minnsta aðrahverja línu.
Ég laug því að mér síðasta haust að Evrópu pakki frá Skjánum myndi gera mig að miklum málasnillingi og opna t.d. ítölskuna upp á gátt. Því er ekki að skipta. Rai uno er versta sjónvarpsstöð í heimi; þar eru bara skemmtiþættir, leikjaþættir og sápur. Skársta ítalska sjónvarpsefni síðustu missera var svo sýnt á Rúv síðasta sumar; il meglio gioventú, eða eitthvað svoleiðis. Ég var límdur við skjáinn þó stundum hafi sápan verið helst til mikil.
Sjónvarpið er uppfinning skrattans og mig grunar að sjónvarpstækið muni farast í hafi á leið sinni til fyrirheitna landsins. (Mér skilst að sjónvarpsmógúllinn Berlusconi hafi sett sjónvarpskvóta á sín börn; klukkutími á dag)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)