Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2008 | 10:14
Af matgæðingum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 10:08
Af ofurhetjum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2008 | 10:01
Faraldsfætur - Sitges - NOT the only gay in the village - Camp Nou, ekki mjög ,,camp".
Hanna var að vinna bróðurpart síðustu viku í þeim ágæta bæ Sitges. Bær þessi er um 30 km frá Barcelona og er víst allfrægur fyrir hið ljúfa líf. Bærinn er líka frægur fyrir fjölda samkynhneigðra á fermetra. Þarna býr Björg vinkona okkar Birgisdóttir og samstarfskona Hönnu ásamt heitmanni sínum hinum skánska Bo. Okkur þótti tími til að ég fengi að sjá hina nafntoguðu Barselónu (reyndar gafst síðan ekki tími til þess). Á föstudaginn var flaug ég sem sagt ásamt krökkunum til Barcelona.
Seinnipart föstudags náðum við krakkarnir smá strandlífi og þvílík dásemd. Krakkar þurfa ekki meira en sand, vatn og fötur. Ég var með dagblað en hefði þurft au-pair til að vera alveg í rónni. Um kvöldið fór hópur vinnufélaga Hönnu og co út að borða. Enda er mikilvægt að borða vel og reglulega; helst 1-2 heitar máltíðir á dag - hlutur grænmetis verður að vera stór, en forðast ber endalaust brauðát, gosdrykkju og þess háttar - fyrir utan... já , við fórum út að borða. Fyrstu þrír tímar borðhaldsins voru fínir, ég tók að mér að móðga stúlku eina frá Niðurlöndum, enda liggja Niðurlendingar vel við höggi. Hún reyndar náði að svara fyrir sig með hvössum athugasemdum. Undir miðnætti var ég búinn á því; enda Kveldúlfur mættur á staðinn og farinn að narta í hásinarnar á mér. Kannski ekki skrýtið, búinn að drekka heilt glas af rauðvíni. Ég fló því af vettvangi með krakkana og lagðist til svefns.
Ég er ekki fanatískur fótboltaáhugamaður. En að spila fótbolta er með því skemmtilegasta sem ég geri. Enn held ég í vonina um að verða uppgötvaður af einhverjum njósnara; ég veit í hjarta mínu að ég á eftir 3-4 góð ár; algerlega óslitinn, viljugur og markheppinn. En víst er það prýðileg skemmtan að sitja yfir vel völdum leik og ég minnist ljúfsárra stunda í Ölveri í Glæsibæ í fylgd Magga Teits eða Basta eða annarra snilldarmanna. Því var það með þakklæti og gleði sem ég þá boð Hönnu um að fara á Camp Nou og sjá leik Barcelona og Murciu. Og ekki var verra sú frétt verri að Eiður ætti að vera í byrjunarliðinu.
Fótbolti er reyndar á góðri leið með að fara til fjandans. Þessi löngu leiktímabil, endalausir bikarleikir, meistaradeildarleikir, góðgerðarleikir, æfingaleikir eru búnir að eyðileggja allt sem heitir eftirvænting og gleði og engin furða að leikmenn séu frá þetta mikið vegna meiðsla. Fótboltaáhugamenn eru fíklar. Og það langt leiddir fíklar. Til að byrja með var þetta frábært en nú þarf risaskammt til að finna æðarnar titra. Nú þurfa allir leikir að vera stórleikir. Þess vegna var stemningin á þessum risavelli hálf trist. Murcia er ekki frægt lið með stjórstjörnur. Í byrjun voru leikmenn og áhorfendur hálf syfjaðir. Og þögnin sem 80.000 manns gefa frá sér er ansi hávær.
En þjóðarstolið er enn til staðar og gleðilegt að sjá Eið spila svona yfirvegað. Hann og Henry ásamt Zambrotta báru af í fyrri hálfleik. Mér sýnist Eiður vera á góðri leið með að vinna hug og hjörtu fótboltaáhugamanna án þess að vera með yfirlýsingar og læti. Og helvítið skorar. Fyrir tilviljun er maður staddur á Camp Nou og Eiður Húsvíkingur setur hann.
Vissulega var þetta hin besta skemmtan. Bo hinn besti félagsskapur og andvarinn hressandi. En enn og aftur segi ég þetta: sálin fær meira út úr því að styðja sitt félag; í þessu tilfelli Knattspyrnufélag Akureyrar, heldur en að eltast við stjórstjörnulið á Englandi eða Spáni eins og einhver málaliði. Nú hefur það gerst að menn eru hættir að fara á völlinn á Akureyri og horfa frekar á útlenskan fótbolta í sjónvarpinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 09:21
Aulasýngar
Þannig hljómuðu ,,auglýsingar" í munni Unnar eða Gríms þegar þau voru ,,lítil". Og auglýsingar geta verið ansi aulalegar. Hér er mikið auglýst af lyfjum sem eiga að lækna harðlífi og herða gamla bedli (nb það er ekki sama lyfið) Stórkostlega fyndið að sjá einhverja myndarlega kellingu tala um að síðan hún fór að taka zjitxtól daglega sé hún allt önnur manneskja. Hvað myndi ég þurfa mikinn pening til að samþykkja að leika i svona auglýsingu? Milljón dollara? Ekki meðan gengið er svona lágt. Og suðurevrópubúar eru dásamlega hræddir við kvef og það sem er auglýst af undravörum sem eiga að fyrirbyggja eða lækna kvef.
Það má hafa gaman af margri vitleysunni. En það er ekkert fyndið við allar þessar auglýsingar sem beinast að börnum. Burger king í barnasjónvarpinu á morgnana; það er eitthvað bogið við það.
Á ferðalagi mínu um fréttasíður Evrópu nú í morgun rakst ég á þessa umfjöllun um gamlar auglýsingar sem við fyrstu sýn virðast ósvífnar og taktlausar. En þegar ég fór að hugsa málið áttaði ég mig á því að auglýsingar sem þessar eru orðið daglegt brauð í dag. (www.corriere.it)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2008 | 11:14
Madríd 2008
Jæja, gott að vera kominn heim. Verst hvað Spánverjarnir ná að teygja jólalopann; i dag er aðalpakkadagurinn; í nótt komu vitringarnir þrír með pakka handa spænsku börnunum - frí á morgun og skóli ekki fyrr en á þriðjudag. Litla fólkið mitt er orðið hálf eirðarlaust- en hins vegar hefur spænskur vinur þeirra verið heimsækinn síðustu daga. Juan heitir hann. Þau léku sér dálítið saman síðasta sumar - síðan hvarf hann eins og hin spænsku börnin í vetur - ég veit ekki hvort hann er kominn til að vera - kannski týnist hann í skólabókunum eftir helgi.
Mér sýnist sem veturinn sé fyrir bí - sól og 15 stiga hiti í dag - mildar nætur að undanförnu.
Ég ætla að einbeita mér að spænskunni næstu mánuði; 5 tímar á dag.
Framundan er Evrópukeppnin í handbolta - ár frá því að við töpuðum með óskiljanlegum hætti fyrir Dönum á HM sem slengdi mér í þunglyndi um nokkurra vikna skeið. Hins vegar er áhugi á handboltalandsliðinu einn af fáum löstum sem ég rækta enn. Ég fer snemma að sofa, drekk gænt te, smakka það varla, skriðtækla lítið, er næstum hættur að éta yfir mig. Lifi handboltinn! Lifi fintan! Lifi Steinar Birgis! Lifi Birgir Björns! Lifi Jónatan Magnúss!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.1.2008 | 10:32
Sviss VII - Heitt súkkulaði á nýársnótt
Þýska sjónvarpið sýndi snilldarlegar upptökur frá diskótímabilinu alla nýársnóttina; þar á meðal var boðið upp á Abba, Boney M og heitt súkkulaði.
Mikið var skaupið leiðinlegt. Svo leiðinlegt að mig langar ekki til Íslands á næstunni. (Reyndar komum við um páskana; þannig að þið getið byrjað að setja á brauðtertur, kæla bjórinn, hita rauðvínið og læsa heimasæturnar inni).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2008 | 10:28
Sviss VI - nýjasta kryddpían; kántrí-spice
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2008 | 10:23
Sviss V - Nathalie að hræra ostafondue
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)