12.2.2007 | 08:44
Hljómsveitin Ég!
Ég er manna duglegastur við að rakka bílaborgina Reykjavík niður. Hafandi líka búið þar um áratugs skeið við sívaxandi umferð og mengun, skipulagsslys og grámósku. Eitt verður borgin þó að eiga, hún hefur alið af sér fáránlega margar snilldarhljómsveitir. Ekki ætla ég að telja þær upp að þessu sinni en get ekki stillt mig um að nefna pínlega uppgötvun undirritaðs. Hljómsveitin Ég! sem ég er loksins að uppgötva núna, en mér skilst að sveitin hafi lengi verið til. Ég þykist heyra í Spilverkinu, Stuðmönnun og Pink Floyd þegar ég hlusta á diskinn þeirra, Plata ársins, en þetta er samt engin endurvinnsla, laglínurnar eru stórskrýtnar og textarnir líka en áreynslulausir í fáránleika sínum. Ég myndi vilja fá Mig! til að spila í afmælinu mínu.
Athugasemdir
Það var mikið að einhver alminlegasti maðurinn tekur til við að blogga. Ég hlakka til að fylgjast með þér hér, hafandi séð marga snilldina eftir þig rata á pappír.
Guðjón H. Hauksson, 19.2.2007 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.