24.2.2007 | 09:36
Ítalía
Nú styttist í það að fjölskyldan taki sig upp og flytji til Ítalíu. í vetur hef ég verið að daðra við ítölskuna og eitthvað orðið ágengt - ég er allavega kominn langleiðina með Bláa hnöttinn og þykist skilja í það minnsta aðrahverja línu.
Ég laug því að mér síðasta haust að Evrópu pakki frá Skjánum myndi gera mig að miklum málasnillingi og opna t.d. ítölskuna upp á gátt. Því er ekki að skipta. Rai uno er versta sjónvarpsstöð í heimi; þar eru bara skemmtiþættir, leikjaþættir og sápur. Skársta ítalska sjónvarpsefni síðustu missera var svo sýnt á Rúv síðasta sumar; il meglio gioventú, eða eitthvað svoleiðis. Ég var límdur við skjáinn þó stundum hafi sápan verið helst til mikil.
Sjónvarpið er uppfinning skrattans og mig grunar að sjónvarpstækið muni farast í hafi á leið sinni til fyrirheitna landsins. (Mér skilst að sjónvarpsmógúllinn Berlusconi hafi sett sjónvarpskvóta á sín börn; klukkutími á dag)
Athugasemdir
Sæll bróðir,
því miður er Rai Uno ekki eina slæma sjónvarpsstöðin, þetta er allt hryllingur!
kveðjur frá Bologna,
Gunna
Guðrún (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.