3.5.2007 | 20:26
Rómeó og Júlí - Baz Luhrman
Ég horfði á þessa snilldarmynd og mér varð ljós þessi þörf mín fyrir að hlusta að fagurbundinn og fagurlega fluttan texta. Ég er líka veikur fyrir epískum kvæðum, t.d. Kirkja fyrirfinnst engin eftir Davíð Stefánsson og mörg af ljóðum Jóhannesar úr Kötlum. Undir myndinni rifjaði ég líka upp hina ágætu mynd The Sweet hereafter þar sem heyra má frásagnarkvæði eitt magnað eftir Robert Browning um Flautuleikarann frá Hameln.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.