Saga torbæjanna

Íslendingar byggðu sér torfbæi en ekkert höfðu þeir grænmetið öldum saman.

En nöguðu kannski kartöflu eða rófu sér til óbærilegra leiðinda.

Hugsið ykkur að búa í grænmeti, borða ekki grænmeti, en vera hálfgert grænmeti.

Enda fór það svo að þegar blessað sykrið kom til að gleðja lýðinn sem húkti súr yfir hlóðum

þá fór að hylla undir varanlega hýbýli úr steinsteypu og timbri.

Fáir vita að sumarið 1919 kom stór sending af sykri frá Hollandi.

Á jónsmessunni tóku menn sig til um allar sveitir og sviptu sekkjunum upp á englaskjátur með vængi sem svifu með varninginn yfir lágreista graskofana og stráðu hinu hvíta dufti yfir.

 Þann dag borðuðu Íslendingar húsin sín með hvíta sykri og litu aldrei um öxl.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband