Dagdraumar í landi Súrrealismans

Dali og félagar voru ansi súrir á tímabili og var líklegast sólinni og vatnsskorti að kenna. Ég er farinn að upplifa svipaða hluti - ég loka augunum og hinar ótrúlegustu kynjamyndir bráðna saman. Hið fjarstæðukennda verður hversdagslegt. Mig dreymdi að Ísland ynni Spán í fótbolta (næsta laugardag) og í framhaldinu keyrði ég um götur Madrídar, hálfur út um gluggann með íslenskan borðfána - í græjunum Helgi og hljóðfæraleikararnir - og þegar mér varð litið í baksýnisspegilinn þá sat Eiður Smári afturí dulbúinn sem Megas, en ég þekkti hann á hnénu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig minnir að Ísland hafi nú einu sinni unnið Spán í fótbolta. Mig minnir reyndar líka að minnið frá því kvöldi sé frekar slæmt. Kannski var það bara draumur.

Magnús (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Til hamingju Arnar með endurkomuna! Í þessum pistli þekki ég þig rétt. Áfram svona, láta allt flakka!

Við Brynhildur sendum bestu þakkir fyrir okkur, þið Gest-Risar (stolið frá Arnari). Ég er nú óðum að ná mér eftir heimsóknina til ykkar og farinn að hafa nokkuð eðlilegar hægðir...

Guðjón H. Hauksson, 3.9.2007 kl. 22:52

3 identicon

Hvort hnéð þekktir þú?

Óskar Frímannsson (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband