Nææs

Hér ræður skynsemin ríkjum (á sumum sviðum).

Skólinn hjá krökkunum byrjar klukkan 9.30 á morgnana. Ímyndið ykkur bara; maður vekur krakkana; sól skín í heiði (eða einhverju), þau setjast að morgunverðarborði, vatnsgreidd og brosandi; útsofin og fín. í skólanum eru allir glaðir; mörg börnin reyndar orðin all verulega feit af því að þau eiga svo góða foreldra.

Ég hef aldrei fílað næturbröltið íslenska, myrkrið og gaddinn; til hvers að rífa sig og sína upp í svartasta skammdeginu á þessum ókristilega tíma? Ég hef aldrei skilið röksemdina: ,,Svo maður komist fyrr heim".

 Ég held að íslenskt samfélag yrði aðeins mannskjulegra ef tækjum því aðeins rólegar á morgnana; allavega frá október og fram í mars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband