15.9.2007 | 13:48
Enskusnobb
Foreldrum hér virðist þykja mjög eftirsóknarvert að börnin læri ensku og þeir virðast líka halda að maður læri tungumál í skólanum. 2/3 hlutar spænskra barna sækja einhvers konar einkaskóla. Þeir eru gjarnan ,,bilingual" sem þýðir að kennsla fer fram bæði á spænsku og ensku (hvernig sem það nú virkar í reynd). Í þessum skólum eru krakkarnir í enskulegum skólabúningum; og allir eins og speglaðir upp úr Harry Potter. Enskunámskeið (svakalega flott, á dvd) fylgir nú El Pais á hverjum sunnudegi. Allir vilja læra ensku. Stelpan á neðri hæðinni (8 ára) var í mánuð í enskuskóla í London í vor. Mamma hennar hélt fyrst að við værum ensk - en er nú að jafna sig á vonbrigðunum. Mér er samt uppálagt að tala ensku við hana.
En enginn talar ensku; ég hef rekist á 3-5 sem eru svona lala. En þessu ber að fagna. Undirritaður hefur neyðst til að tala spænsku frá fyrsta degi; oft er útkoman undarleg en snigillinn er samt á siglingu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.