15.9.2007 | 14:02
Örri í heimsókn
Einstök ánægja var það að fá Örra bróður í heimsókn. Frá fyrsta degi hefur Örri verið FRÆNDINN. Hann kemur hlaðinn svissneskum súkkulöðum og fíneríi.
Örvari er margt til lista lagt. Hann er til dæmis einn fárra Íslendinga sem talar Sviss-þýsku eins og innfæddur. Hann er líka farinn að velgja mér undir uggum í tennis.
Einhvern tímann vorum við Örri staddir í bílastæðageymlu Kringlunnar. Við erum að stíga út úr bílnum og einhvern veginn tekst honum að missa lyklana. Hversu langt er hægt að missa lykla? Allavega leituðum við og leituðum í hálfrökkri kjallarans og fundum ekki lyklana. En þótt þú gleymir guði þá gleymir guð ekki þér. Kemur ekki maður framhjá haldandi á málmleitartæki.
Athugasemdir
Þú ert einn allra besti lygari sem ég þekki. Eða ótraustvekjandi sögumaður.
Magnús (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.