Jesús Kristur Gasol

Spánverjar töpuðu með dramatískum hætti fyrir Rússum í úrslitaleik Evrópukeppninnar í gær. Aðalgaurinn í spænska liðinu er skeggapi mikill sem heitir Pau Gasol. Hann er frelsarinn, hinir eru lærisveinar.

Það er engin tilviljun að hann prýðir forsíður allrar dagblaða í dag; liggjandi skeggjaður og krossfestur á parketinu og rússnesku heiðingjarnir dansa stríðsdans.

 Í gær urðu Spánverjar Evrópumeistarar í blaki - það hreyfir ekki mjög við þjóðarsálinni, að mér sýnist. Á íslandi hoppa hins vegar allir á hinn sjaldgæfa sigurvagn (sbr. stangarstökk).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband