Hitinn

Ljótt að þurfa að segja þetta. Ég er búinn að fá nóg af þessum hita. 25-28 stig og sól; fullkomið veður til að hanga undir sólhlíf, með skrautlegan ís (með sólhlíf), göróttan drykk og sóðalegan vindil. En fæst okkar nenna þvílíku bílífi og vilja gera eitthvað; svokölluð börn vilja líka alltaf vera að gera eitthvað - og það er erfitt að gera eitthvað í ægilegum hita. Því er það svo að við sækjum krakkana í skólann rétt fyrir hálf fjögur og þá tekur við innivera; föndur, litun, latína o.s.frv.. Um klukkan 19 er sólin tekin að lækka flugið og þá förum við á stjá; til dæmis út í skóg eða... út í skóg. í gær fórum við Grímur til dæmis í leiðangur og bjuggum til stökkpall og stukkum síðan eins og brjálaðir á hjólunum. Ég hef líka verið að bisast við að hlaupa, sem er það leiðinlegasta sem til er ef enginn bolti er til staðar. Ég er ekki maður til að hlaupa mér til hita í miklum hita - fer á stjá undir myrkur. Það er dálítið drungalegt að hlaupa í skóginum og hver veit nema maður rekist á brjálaðan sjeffer eða eitthvað enn skemmtilegra. Ég reyndi að finna búð sem selur piparúða til að vera við öllu búinn, en fann ekki neitt. Ég held ég taki piparstaukinn með á morgun, hann er með ansi góðri kvörn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband