20.9.2007 | 20:43
Hvað kosta góðir vinir?
Í Hávamálum er sagt frá því hvernig maður kaupir sér vináttu með smá brauði og öli. Ég veit ekki hvernig það virkar hér. Við vorum að selja íbúðina heima og því er lausafjárstaðan með skársta móti. Ég er tilbúinn að borga allt að 8 evrur á tímann fyrir traustan vin sem hlær á réttu stöðunum og kemur með mér í pílukast. Ég hef ekki oft þurft að kaupa mér vini en hef hins vegar oft verið hinum megin borðsins. Ég hef aldrei haft það jafn gott og í MA. Ég var á ágætum launum í skólanum og síðan fékk ég fastar greiðslur mánaðarlega frá pabba hans Guðjóns (honum Hauki). (Það er í lagi að segja frá þessu núna). Samningurinn gekk út á eftirfarandi: 1. Fara með Guðjóni í fótbolta og leyfa honum að njóta sín sem mest. 2. Drekka þýskan/belgískan bjór með honum og láta sem mér þætti hann góður. 3. Þiggja matarboð (oftast linsubaunasúpa) og fá sér þrjá skammta. 4. Ræða um kosti og galla Mac með tilheyrandi jargoni. Fyrir þetta fékk ég 50.000 á mánuði. Þetta var stundum hörkupúl. Ég gerði svipaðan samning við Bachman senior. Það var öllu erfiðara. Ég þurfti að hlusta tímunum saman á kynvillinginn Morrissey, ræða skák og leikjafræði. Ég neyddist meira segja einu sinni til að heimsækja Borgarnes og hlusta á endalausar lofræður um einhverja gamla sögu af einhverjum Egili.
Á morgun ætla ég að EIGNAST vin.
Athugasemdir
Þetta var vel 50000 kallsins virði. Pabbi rukkaði mig í hverjum mánuði, sagði mér að ég hefði borðað svo mikið sem barn og verið erfiður á unglingsárunum.
Hafðu það gott kall. Sakna þín líka :o)
Guðjón H. Hauksson, 20.9.2007 kl. 21:22
Þessu trúi ég - GHH hefur raunar verið ótrúlega sprækur það sem af er hausti og býr greinilega að uppbyggingu þinni frá því í fyrra.
Kveðjur
Jónas
Jónas Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.