20.9.2007 | 20:58
Skólabækur
Á Spáni er jafn auðvelt að kaupa skólabækur handa krökkunum eins og að kaupa brennivín um helgar á Íslandi. Drottinn minn dýri. Hér er ekkert ein ferð í jónasar og málið dautt. Nei. Það þarf að fara með listann í sérvaldar búðir, bíða tímunum saman eftir afgreiðslu og ekki einu sinn víst að maður uppskeri nokkuð. Smá sovétfílingur - alveg laus við sjarma. Í fyrradag eyddi ég fjórum tímum niðri í Madríd við þessa iðju.
Útlönd eru skrýtin.
Athugasemdir
Greinilega svipað kerfi í gangi þarna og hér í Svíþjóð, sennilega samkvæmt EU staðli einhverjum.
Hér er aldrei til neitt í þessum svokölluðu verslunum heldur bara sýnishorn sem maður svo pantar og ef maður er mjög heppinn getur maður gert rosalega góðan díl og fengið helminginn fyrir jól og restina svo í febrúar.
Valli frændi (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 10:51
Etu búinn að prófa að panta góðan leigubíl? Kannski skólabækur í skottinu sem hægt er að kaupa.
Valli frændi (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 10:52
Þetta er slagur sem þarf að taka. Afvenjast þeim lúxusi að geta farið í búðina og fengið samdægurs það sem þörf er á og fara svo í linsusúpu til ókeypis vinar...sem jafnvel borgar með sér!
Sökn
Brynja (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 11:06
Til hamingju með afmælið í gær! Var bara að fatta þetta núna. Hvenær er svo framboðið fyrirhugað?
Magnús (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 15:14
Hæ Arnar og fjölskylda, Frábært að hafa fundið ykkur í rafrænni mynd (þökk sé Brynju)hef oft hugsað til ykkar fyrrum nágrana minna og hvernig þið hefðuð það þarna úti í úttlöndum. Gaman að fylgjast með því og ég bæti þér hér með á bloggrúntinn minn litla. kv. Jóhanna Hjartard.
JÓHANNA (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:19
Blessaður, gamli. Ég væri alveg til í að koma í heimsókn gegn vægri borgun og skokka með þér fáeina hringi og lyfta nokkrum krúsum. Skarð þitt hér í MA er vandfyllt (enda býsna umfangsmikið) og varla að tvær konur dugi til. Sérstaklega munar um brotthvarf þitt úr fimmleikunum. Og íslenskukennarapartíum. Annars bara búenos días og hasta lúegó og cómó estas og öllu síðan skolað niður með nokkrum servesum og þá er lífið bara helvíti fínt.
Stefán Þór Sæmundsson, 24.9.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.