26.9.2007 | 18:15
Morðinginn með barnsandlitið
Við bræður (ég og Örvar, veit ekki með Árna enn), þykjum all-dagfarsprúðir menn. Og ókunnugir myndu líklega telja Örvar með alúðlegustu mönnum sem til eru. Hann er kurteis, hjálpsamur, fórnfús - tja - listinn er langur. En allir eiga sér sínar skuggahliðar.
Örvar hefur enst ótrúlega lengi í íþróttum og hefur stundað handbolta sleitulaust í ótal ár við góðan orðstír í hinum ýmsustu löndum, þ.á.m. Danmörku og Sviss. Hann hóf ferilinn hjá K.A. undir stjórn Alla Gísla og á fyrstu leiktíð náði hann þeim merka árangri að vera léttasti leikmaður deildarinnar. Örri spilaði í nokkur ár með stjörnuliði Breiðabliks sem náði, ef ég man rétt, einu jafntefli á tveimur árum í úrvalsdeild. En það var ekki Örvari að kenna. Og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er Örvar hvorki kurteis, hjálpsamur né fórnfús þegar kemur að íþróttum.
Athugasemdir
Þið lítið út fyrir það en eruð svo sannarlega ekki saklausir þið bræður. Mér finnst eins og þetta bragð hafi verið notað af ykkur á saklausa litlu systur ykkar oft í gegnum tíðina að ógleymdum "stebbastælum" og öðrum fantabrögðum. Fékk einmitt "flashback" fyrir nokkrum dögum þegar ég var að horfa á spennuþáttinn Alias. Þar var vondi karlinn að leika sér að því að pikka milli fingranna á annarri manneskju með hníf og þá mundi ég að þetta hefur verið gert við mig...að vísu með penna en þetta situr í mér.
Gunna sys (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 20:25
Get vel ímyndað mér að þetta hafi verið erfitt hjá þér Guðrún. Ég var yngstur í minni fjölskyldu og tel mig eiga ýmissa harma að hefna. Æfði skák en það var aldrei mikil sjálfsvörn í henni.
unnar (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 20:02
Þetta fyllir mann þjóðarstolti, glímubrögð okkar Íslendinga eru fengin með móðurmjólkinni. Mikilvægt fyrir litla þjóð í stórum heimi.
Annars vildi ég að þið væruð að koma í heimsókn um helgina og borða með okkur íslenskt lambakjöt og að því loknu myndum við taka nokkur glímubrögð saman.
Brynja (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.