Að leita að flöskum

Áttundi áratugurinn. Tjarnalundurinn í byggingu og fleiri lundir. Maður er svona átta. Og mikið er gaman að leita að flöskum. Og finna flöskur; litlar og feitar kók, framandi eyju; Thule, heilsudrykkinn Maltextrakt. Síðan liggur leiðin í Hrísalund og þar er góssinu skipt fyrir eitthvað bitastætt. Þessi tilfinning er góð, að leita, að finna, að græða. Þessi tilfinning er komin aftur (reyndar mætti taka fram að hér á Spáni er maður ekki verðlaunaður fyrir ákafa bjórdrykkju, ekkert skilagjald hér - mér fannst ég alltaf vera að græða þegar ég keypti kippu af bjór heima). Allavega. Við erum orðnir hlaupagikkir (ég mun samt aldrei, aldrei, klæðast þessum viðbjóðslegu hlaupabuxum sem Jón Harðar og Finnur Friðriks og þeirra nótar klæðast. Mig grunar að Jón hlaupari hafi aðstoðað við hönnun þeirra). Hvernig tengjast síðan hlaup og flöskur? Jú, víð búum við hliðina á golfvelli og um daginn fann ég golfkúlu í einum hlaupatúrnum. Þvílík gleði. Þvílíkar guðdómlegar sannanir! Við gætum auðvitað keypt hjólbörufarm af golfkúlum, en þetta er annað. Þetta er svo gott. Einhvern veginn. Þetta er eins og að fara í veiði. Í einhverja skíta á sem gefur lítið af sér, en stundum verður maður var (einhver slúbbert að munda dræver), stundum er nartað (kúlan reynist ónýt) og stundum, já einstaka sinnum bítur einhver 8 punda andskoti á (flottur dunlop). Og maður fer stoltur með fenginn heim.

Við vorum einmitt að koma úr veiðitúr. Við urðum ekki vör. En spennan var til staðar. Þær voru þarna. Ég muna finna þær, en hættan lúrir. Fyrst ég mun finna þær, munu þær finna. mig.

ghhbof2 164


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Það er alltaf jafn dásamlegt að skoða myndirnar frá ykkur. Hins vegar er þetta spurning um höfundaréttinn á þeim því þær eru alltaf merktar mér og Brynhildi (síðan ég setti myndirnar okkar inn á tölvuna hjá ykkur forðum daga ;o) - (ghhbof2...).

Við biðjum mikið að heilsa ykkur! Þessar bloggfærslur eru ljós í íslenska myrkrinu sem nú fer að hellast yfir.

Guðjón H. Hauksson, 29.9.2007 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband