30.9.2007 | 20:06
Þrautseigja
Ég er þrautseigur á vissum sviðum en fjótur að gefast upp við vissar aðstæður. Ég hef til dæmis aldrei verið gefinn fyrir að klára bækur þegar ég er orðinn leiður á þeim. Nú er þetta vonandi að breytast. Ég hef verið að lesa þá ágætu bók Lolitu sem ég hef lesið allavega tvisvar á ensku - núna er ég að lesa hana á spænsku. Sem þýðir að ég skil svona 40 prósent af textanum, en þetta reddast því ég þekki söguna vel. Að undanförnu hef ég verið við það að gefast upp. En þá verður mér hugsað til vinar míns Magga Karls sem er seigasti djöfull sem ég þekki. Nokkur jól í röð naut Maggi þeirra gæfu að fá afar merkilegar bækur í jólagjöf. Ein jólin var það ævisaga Jóns Sigurðssonar, önnur jólin var það ævisaga Einars Ben og þriðju jólin var það Halldór (eða Kiljan) (eða Laxness). Og það var setið, og setið. Vissulega var stundum erfitt að neyða sig í gegnum lista yfir hluthafa í einhverju ævintýrafirmanu hjá Einari Ben - en áfram skyldi haldið.
Það eru nokkur ár síðan að ævisaga Einars Ben kom út, en frekar stutt síðan að ég heimsótti Magga. Ég man ekki betur en ég hafi séð annað bindið á lesborðinu hjá góða stólnum.
Athugasemdir
ó Arnar ég dó næstum því úr hlátri þegar ég las færsluna hér að neðan. Gafst ÞÚ einhverjum disk með SÁLINNI svona til að monta þig af Íslandi?
Bwhahaha þú ert snillingur!
Valla (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.