4.10.2007 | 11:55
Spaenskunám
Ég nota mikid grautaradferdina í tungumálanámi. Thad er, ég vil helst grautast í ollu í einu og vida ad mer sem flestum ordum - thví ord eru jú til alls fyrst. Frá fyrsta degi hef ég krafsad í dagblodin, El País og El Mundo og einstaka sinnum í íthróttablod, sérstaklega eftir leik Íslands og Spánar, saellar minningar. Ég horfi eitthvad a sjonvarp, en mest fae eg út úr thví ad leigja myndir hér á bokasafninu og horfa á med spaenskum texta, jafnvel spaensku tali. Vid Unnur horfdum til daemis á Quero ser como Beckham um daginn, thá ágaetu mynd sem ég var ad sjá í fyrsta skipti. Og til thess ad fullkomna hina pólitísku rétthugsun aetla ég ad horfa a Billy Elliot med Grími á naestunni.
En já, grautaradferdin er gód, en hún naegir ekki. Í litla baenum okkar er ekki mikíd úrval af málaskólum; en baejarfélagid býdur upp á ókeypis spaenskukennslu tvisvar í viku. Thetta er ekki mikid en hins vegar alveg til fyrirmyndar. Thetta aettum vid ad skammast til ad gera á Íslandi.
Og ádan var ég ad skrá mig í einkatíma í spaensku tvisvar í viku.
Thannig ad: blodin, sjonvarpid og 4 spaenskutímar a viku aettu ad gera mig mellufaeran um jól.
Annars fannst mér um daginn ad spaenskan vaeri ad detta inn. Ég var staddir í hópi Spánverja á stóru, audu torgi. Ég hélt á raudu handklaedi og gjallarhorni. Ég taladi fullkomna spaensku og fólkid elskadi mig. Thetta var svo gott. En thá vaknadi ég.
Athugasemdir
Varstu í spiderman-búningi og gafst börnum sleikjó?
Guđjón H. Hauksson, 4.10.2007 kl. 13:08
Ţađ er auđvitađ ekki nóg ađ kunna hastala einhvern djöfulinn og una servesa eđa ţerveţa per favore (eftir ţví hvar mađur er) ef mađur ćtlar ađ vera lengur en tvćr vikur á stađnum, ţvo ţetta er ţkiljanlegt :)
Líka grundvallaratriđi í spćnskunámi ađ ná nógum tökum á málinu til ađ geta fariđ ađ rabba af alvöru viđ kallana og kellingarnar á hverfisböbbnum. Ţá er ţetta svogottsem komiđ.
svp (IP-tala skráđ) 4.10.2007 kl. 22:03
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.