12.10.2007 | 08:11
Fjallaferð
Um síðustu helgi náðum við loksins að gabba krakkana í bílferð upp í fjöllin. Þau hafa erft akstursógleði frá föður sínum og hlustað aðeins of oft á Diddú syngja "Ekki bííííl". Fjallgarðurinn hér fyrir norðan borgina kallast Sierra Norte og virðist vera afar spennandi dæmi. Enda kom í ljós að þetta er hin mesta paradís og Fjalla-Grímur og systir hans nutu sín til fullnustu í líttsnortinni náttúrunni, enda komin af hálftröllum og altröllum í allar ættir.
Í framhaldi af fjallaferðinni ókum við sem leið liggur til Segovia, sem er afar fallegt túristahreiður. En mikið finnst börnum leiðinlegt að ráfa um bæi, allavega mínum.
Látum myndirnar tala sínu máli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.