16.10.2007 | 18:12
Jón Gnarr og ,,sushi"
Við fórum í bæinn á laugardaginn - meiningin var að gefa Hönnu sushi í afmælismat en í staðinn fékk hún Jón Gnarr.
Ímyndið ykkur eftirfarandi aðstæður: maður gengur inn á MacDonalds og segir: ,,Ég ætla að fá einn ostborgara, takk". Og þá svarar afgreiðslupersónan: ,,Því miður, það eru ekki til hamborgarar". Einhvern veginn svona asnalegar voru aðstæðurnar á sushi-staðnum sem við vorum búin að hlakka til að fara á. ,,Því miður, í dag er ekki til sushi".
En í staðinn rákumst við á Jón Gnarr, villtan á götuhorni. Þess má geta að 14 ár eru síðan ég hitti síðast frægan mann í útlöndum; það var hann Bono í Dublin, sbr. setninguna fleygu: ,,Excuse me, mister Bono". Jú, einn í viðbót, ég talaði við Adenauer jr. (90 ára) í veislu í sendiráðinu í Bonn einhvern tímann. Og mér fannst ég sjá Max von Sydow í Luxembourg, en kannski var ég búinn að drekka of marga espressóa.
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið Hannalilla, vona að þú hafir fengið sushi þrátt fyrir allt. Og ég bið að heilsa Jóni og öllum hinum.
pússpuss
Brynja
Brynja (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 07:18
Frægan? !!!
Sverrir Páll Erlendsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 20:15
Var Gnarr í spidermangalla? Með sleikjó?
Guðjón H. Hauksson, 20.10.2007 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.