Jón Gnarr og ,,sushi"

Við fórum í bæinn á laugardaginn - meiningin var að gefa Hönnu sushi í afmælismat en í staðinn fékk hún Jón Gnarr.

 Ímyndið ykkur eftirfarandi aðstæður: maður gengur inn á MacDonalds og segir: ,,Ég ætla að fá einn ostborgara, takk". Og þá svarar afgreiðslupersónan: ,,Því miður, það eru ekki til hamborgarar". Einhvern veginn svona asnalegar  voru aðstæðurnar á sushi-staðnum sem við vorum búin að hlakka til að fara á. ,,Því miður, í dag er ekki til sushi".

 En í staðinn rákumst við á Jón Gnarr, villtan á götuhorni. Þess má geta að 14 ár eru síðan ég hitti síðast frægan mann í útlöndum; það var hann Bono í Dublin, sbr. setninguna fleygu: ,,Excuse me, mister Bono". Jú, einn í viðbót, ég talaði við Adenauer jr. (90 ára) í veislu í sendiráðinu í Bonn einhvern tímann. Og mér fannst ég sjá Max von Sydow í Luxembourg, en kannski var ég búinn að drekka of marga espressóa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið Hannalilla, vona að þú hafir fengið sushi þrátt fyrir allt.  Og ég bið að heilsa Jóni og öllum hinum.

pússpuss

Brynja

Brynja (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 07:18

2 identicon

Frægan? !!!

Sverrir Páll Erlendsson (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 20:15

3 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Var Gnarr í spidermangalla? Með sleikjó?

Guðjón H. Hauksson, 20.10.2007 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband