Golf - íþrótt fyrir alþýðuna

4.dagur 012Makalaust helvítis helvíti. Við Árni og pabbi eyddum heilum degi í að glíma við golfelítuna sem sameinaðist um að meina okkur aðgang að kjötkötlunum. ,,Þið þurfið að vera með skírteini frá Golfsambandi Spánar". Já, einmitt. ,,Og hvar fær maður svoleiðis?" Bla. Og umsóknarferlið tekur tvær vikur. Já, takk. Nei, takk. Á nokkrum stöðum samþykkja menn skírteini frá heimalandinu. Árni bróðir sótti þá upplýsingar um forgjöf og slíkt um þá feðga á netinu og bjó til lagleg skírteini. Ég fór síðan á prentstofu Boadilla og plastaði draslið. ,,Hérna eru skírteinin". Takk, og gjörið svo vel.

Þeir feðgar tóku 18 holur á ágætum velli nálægt flugvellinum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband