Fjallaferð

Núna tókum við lest upp í fjöllin og krakkarnir losnuðu við bílveikina og almenn leiðindi. Þarna er svissneskt landslag og töluverð yndislegheit. Við gengum eina 10 km og krakkarnir líka (þau geta ekki gengið í borgarlandslagi, mjög merkilegt). Grímur stoppar við hvern stein og snýr honum við og kallar sig rannsóknarmann. 

Í lok göngutúrsins var meiningin að finna hinn fullkomna fjallaveitingastað, sem við síðan fundum, nema hvað að hann var ekki fullkominn heldur fullkomlega öh. Þetta var sosum ekki slæmt meðan á því stóð. En þegar maður var búinn að leggja saman sína líðan, líðan annarra, almennt hreinlæti og almenna stemningu að mat loknum, þá var niðurstaðan vonbrigði eins og alltaf. Við höfum varla fengið góðan mat hérna á veitingastöðum. Reyndar grunar mig að sushiið á sushi-staðnum hefði verið gott, hefði það verið til. Hér eru mörgþúsund staðir og 95 prósent þeirra er drasl. Og kaffið er vont. Hræðilegt.  ,,Enga neikvæðni" Ha?. Vale. Appelsínurnar eru góðar, sólarupprásin er góð. Húsverðirnir eru góðir (merkilegt með húsverði, þeir eru alltaf góðir, en vallarverðir geðveikir).  Það er gott að hlaupa í skóginum og rauðvínið er gott og margir krakkar eru svakalega vel uppaldir og kurteisir og dagblöðin eru góð og eflaust fótboltinn og fjöllin - þau eru falleg.4.dagur 014


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manstu þegar þú borðaðir allt súsíið mitt?  Og ég fékk mér einhverjar ömurlegar núðlur í staðinn?

Brynja (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband