Eiður blessaður

Ég settist niður á knæpu og fékk mér öl og vindil til að fagna endurkomu Eiðs í boltann. Og mikið stóð hann sig vel. Daginn eftir gat maður síðan lesið um leikinn í einum sex blöðum og notið þess að lesa hrósið um hann. Annars gengur mér vel í fótboltanum. Við Unnur tókum leik hér í portinu á móti einhverjum krökkum og sigruðum frekar auðveldlega. Unnur er afar efnileg; hún hleypur eins og Henry og er tapsár eins og Þórður Guðjóns. Hún talaði í tvo daga um mark sem var dæmt af henni og vildi að ég færi og segði krökkunum að það hefði verið gilt (tveimur dögum síðar).

Ég hef alltaf þá staðreynd í huga að ég eigi eftir 3-4 góð ár eftir sem atvinnumaður, hugsanlega fleiri þar sem ég er nokkurn veginn óslitinn. Eins og rjómlitaði Diesel-Bensinn sem ég lærði á. Árgerð 1972; stabíll andskoti. Merkilegt hvað 1972 er fullkomið ár. Eigum við að ræða það eitthvað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband