Húsverðir hafa það skítt

Ég hef verið að spjalla við einn af húsvörðunum hérna. Flestir eru þeir frá Suður og Mið-Ameríku. Ekki eru þeir öfundsverðir. Þrátt fyrir ótal næturvaktir, helgarvaktir og allan pakkann þá eru launin ekki nema 1000 evrur. Einn sagðist leigja á 700 evrur. Sá er klukktíma að koma sér heim á daginn með strætó, lest og metró. Ef Spánn er fyrirheitna landið hvernig er þá lífið í Kolumbíu, Ekvador og Guatemala?

Það er ljóst í mínum huga að Ísland er eitt skásta land í heimi. Þ.e.a.s segja ef menn forðast Faxafen, Smáralind, Kfc, ofurflatskjái, yfirvinnu, ofát, jólastress, ættarmót og kvennafar. Við skulum orða það svona: það er magnað fyrir fullorðið fólk með nóg af seðlum að velta sér upp úr hákúltúr og hágæðavínum í Madrid. En börnin hafa það held ég ekkert sérstaklega gott hérna. Báðir foreldrar vinna úti og vinnudagurinn teygir sig oft langt fram á kvöld. Og allt er hættulegt, það eru örugglega 10 ár síðan spænskt barn lék sér síðast úti; best að setja krakkana fyrir framan skjáinn með flöskujógurt og sætabrauð; það er öruggast. Enda eignast Spánverjar fæst börn í Evrópu, að ég held.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki alltaf eins. Samkeppni manna á milli eykst og eykst. Það finnst hægri mönnum alveg frábært en hvers eigum við hin að gjalda?

unnar (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:32

2 identicon

Það má samt benda á að, eins og í öðrum íþróttum, þá er þátttakan í keppninni frjáls. Annars er ég að hluta sammála, hefur td. alltaf fundist það miklu skynsamari lausn á málum að komast að samkomulagi um hlutina með umræðum, gagnkvæmum skilningi og virðingu. Hvað sú nálgun myndi hlífa okkur fyrir misskilningi, átroðningi og ofbeldi og ekki minnst að maður slyppi við að senda landsliðin milli landa! Heilmikill sparnaður að því, gert út um EM og HM í fótbolta online! Já, heyr heyr! Sammála síðasta ræðumanni!

Orri (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband