Takk (sbr. Sigur Rós)

Já, svartsýnin hefur verið að plaga mig að undanförnu og í raun eyðilagt þessa annars ágætu bloggsíðu. Þessi pistill er tileinkaður því góða og gleðilega sem henti mig frá áramótum, listinn er tilviljanakenndur og ef þið saknið einhvurs atburðar, endilega sendið mér línu.

- Karlakvöld með Guðjóni og Unnari; þar var gleðin við völd og svei mér ef við kláruðum ekki heila kippu eitthvert kvöldið.

- Löngufrímínútur í Gamla skóla; Björn Vigfússon á aðra hönd og Valdimar Gunn á hina (eflaust bakkelsi á borðum).

-Veiðiferð á Hjalteyri með Kolbeini, Junko og krökkunum - urðum ekki vör.

-Grímur steig upp á hjól og hjólaði af stað. Undrabarn.

-Brottrekstur úr körfuboltatíma í Fjósinu.

- Ísland - Danmörk í handbolta - nei.

- Matarboð hjá Sverri Páli.

- Ferð á mr. skallagrimsson í Borgarnesi.

 - Bátsferð með Kalla á zodiac út að Queen Elizabeth (rétt munað?)

- Brúðkaup að Hofi hjá Heiðdísi og Arnari; mættum á svæðið með stærsta hjólhýsi í heimi; dásamlegur matur og drykkur, endað á potti. Daginn eftir fór ég ásamt Unni og Grími í sund á Dalvík á meðan Hofverjar sinntu timburmönnum sínum.

- Dómgæsla á N1-mótinu; og í kjölfarið fullkominn skilningur og samúð með dómurum jarðarinnar.

- Ást/hatur samband Unnar við fimleikana.

- Ást/hatur samband Gríms og Ninnu Rúnar.

- Þegar við Unnar elduðum falskan grænmetishéra; falleg stund.

 - Mér finnst eins og ég hafi hjálpað Begga og Dóru að flytja...

- Hanna færir mér plötur og viskí frá útlöndum.

-Fiskibollur hjá mömmu.

-Kaldi.

-Plötukvöld.

-Heimsóknir á Æsustaði; kaffi og rauðir baukar á góðum stundum.

-Unnur keyrði til Braga - sjálf.

-Tobbi og títla.

-Hjóltúr upp að Vatnsveitu og norður Kræklingahlíð.

-Loksins loksins gekk ég upp að Hraunsvatni.

-Var það í janúar sem við skruppum suður; skemmtilegt kvöld hjá magga karls; pizzur og krakkarnir í fimleikum á holinu.

-Landsleikur við Dani í blaki sem fram fór í Fjósinu; Ég, Guðjón og Magga hefndum 14-2 leiksins.

- kaffivaktin - Valdimar mættur fyrstur - mikilvægi þess að hafa kortér til að drekka kaffi og kíkja á netið fyrir fyrsta tíma.

-Ítalía um páskana, arineldur á kvöldin, eðluveiðar, Poppi, Speedminton.

Ég er því miður ekki jafn mælskur og Sigur Rósar menn og segja því bara mjóróma: Takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Takk sömuleiðis karlinn minn! Njóttu heill eins og ég hef notið allt frá fyrsta kaffibolla í Lögbergi '93. Mér dettur í hug saga eftir Thomas Mann um gamlan, einmana mann sem fann sjúkan hund og fann hugfróun í því að annast um hann en þegar hann var orðinn frískur "varð" gamli maðurinn að særa hann illa aftur til þess að geta annast um hann áfram.

Þannig gleðst ég yfir öllum merkjum um óhamingju þína og vonast til að fá ykkur til baka, ákveðin í að fara aldrei aftur burt...

En ég óska ykkur þess samt að ykkur líði vel kæru vinir :o)

Guðjón H. Hauksson, 3.11.2007 kl. 00:35

2 identicon

Ég hefði verið til að deila ýmsu fleiru á þessum lista en bara ferðinni í Borgarnes á Skallagrímsson, en takk kærlega fyrir hana. Þá hefði líka verið gott að geta dreypt á Taliskernum en ég fór bara og keypti mér flösku sjálfur. Þú færð svo nokkra gúllara af Ardbeg þegar þú átt leið hjá.

Magnús (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 02:54

3 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Bíddu nú við! Hvað varð um nýjustu færslurnar? Ertu búinn að setja í bakkgír?

Guðjón H. Hauksson, 4.11.2007 kl. 12:24

4 identicon

hvað áttu við guðjón?

Arnar Már Arngrímsson (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband