Hlaupið í heitu löndunum

Næturnar eru kaldar (finnið þið fyrir nálægð Bubba?) en eins og áður hefur komið fram eru dagarnir funheitir (Sálin? eða var það Pláhnetan?). Eftir allt-að-því-viku-rúmlegu klæddi ég mig í eðlilegan hlaupaklæðnað og setti á mig derhúfu. Ekki misskilja mig ég er ekki eins og allir (Sigga Beinteins?) vitleysingarnir sem hlaupa tugkílómetrum saman daglega af því að einhver er að elta þá; gamall fantur úr grunnskóla, fyrrverandi eiginkona, Bakkus, geðvonska, almenn vonbrigði eða uppsafnað ógeð. Nei, ég er frjáls á mínum hlaupum. Ég lifi ekki fyrir vímuna eins og þið. Ég er öðruvísi. Ég klæðist ekki spandexi og draumur minn felst ekki því að hlaupa New York-marathon á 4 tímum.

Draumur minn felst í því að ná tökum á Krav Maga.  Ég hleyp til þess að vera ekki andstuttur í fyrsta Krav Maga-tímanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband