Fram- og afturpartar og annað smálegt

 Þættinum hefur borist frampartur úr Eyjafirði:

,,Í útlöndum er ekkert skjól

eilífur stormbeljandi."

Bóndinn á Kambfelli sendi eftirfarandi afturpart með svokölluðum tölvupósti (hvað sem það nú er)

"Í innlöndunum eilíf jól

og Æsustaðalandi".

Allt að gerast þessa dagana.

Hef verið að velta fyrir mér tímadrápi næstu misserin - eitthvað verður maður nú að gera, ha?

Hef verið að skoða fjarnám. Ekki er framboðið merkilegt Íslandi frá; hugsanlega einhverjir kúrsar í íslenskunni; Fornaldarsögur og rímur, miðaldabókmenntir. Eins hef ég verið að skoða Open University á Englandi og takið nú eftir, er heitur fyrir félagsfræði. Fáir vita að undirritaður þótti afar efnilegur á því sviði í menntaskóla og var að hugsa um að leggja þau fræði fyrir sig - sjáum til.

Mig langar að þýða skáldsögu. Hver hún er verður ekki gefið upp.

Mig langar að læra spænsku almennilega, en guð hvað formlegt málanám er leiðinlegt. ,,Munurinn á ser og estár" o.s.frv.

Mig langar að verða frægt skáld en ég nenni því ekki.

Enn á ég eftir tvö-þrjú góð ár sem atvinnumaður í fótbolta; any one? (Mér bárust þær ljótu fregnir að Luton Town væri að fara á hausinn; hvílík saga sem færi þá forgörðum; Ricky Hill, Paul Walsh, Brian Stein, Mark Hately, David Pleat, gervigrasið, hattarnir og trukkarnir. Svei.

Merkilegt hvað ég vorkenni alltaf fólki í útlöndum. Mér finnst allir hafa það svo skítt. Samt eru allir svo glaðir. Fólk keyrir klukkutíma í vinnuna, borðar illa, sendir börnin með skít í skólann, kaupir dót í Toysareus á föstudögum, eyðir of miklu fyrir jólin og sendir reykmerki til guðs allan liðlangan daginn.

Æriss, búinn með þrjá.

Guð hvað kaffi er vont á Spáni. Uppskript að café con leche: vont kaffi, vont vatn, skemmd mjólk. Hita. Setja í glas, hræið útí teskeið af þrárri svínafitu; serverist með bros á vör.

Hér voru miklar fréttir af því þegar Juan Carlos og Bill Clinton borðuðu hádegismat á einhverjum veitingastað í Madríd; fengu sér franskar með eggjum og þorsk, eða eitthvað álíka. Töluðu þeir ensku eða spænsku?

Haldiði að kallinn sé ekki farinn að kenna ensku. Reyndar í afar litlum mæli. Nemandinn kann ekkert í ensku en þarf að kunna mikið vinnunnar vegna; ég læri helling í spænsku af þessum viðskiptum; winwin situation fyrir mig. Monnípeningaglás og eintóm gleði.

Bílastæðahús virðast vera hönnuð til þess að rispa bíla. Tímaspursmál hvenær ég skrapa hliðarnar.

Einar Már Guðmundsson er ágætur rithöfundur en titlar bóka hans eru vafasamir;

Fótspor á himnum, Englar alheimsins, Rimlar hugans; Die roten Liebesgeschichten están mejor".

En Einar er flottur; ég heimsótti hann einu sinni og bað hann að árita bækur sem ég ætlaði að senda til Englands; hann tók mér afar vel og bauð mér í kaffi og spjall í bílskúrnum.

Þegar ég vann á Hrafnistu ætlaði ég alltaf að heimsækja Stefán Hörð sem þar var vistmaður en fannst það alltaf hálf asnalegt og svo varð ekkert úr því.

Það hvarf oststykki úr ísskápnum; mig grunar að dyravörðurinn (sem er með aukalykla) hafi læðst inn á meðan við vorum í bænum í dag. Oststykki hverfa ekki sisona. Talandi um ost. Vihelm Guðmunds, minn forni vin og Mexíkani á tvo stráka. Þeir tala eitthvað hrafl í íslensku en skiljanlega á hún í vök að verjast í Mexíkanalandi, en eitt orð í það minnsta lætur ekki í minni pokann að mér skilst. Ostur er alltaf ostur, ekki ,,queso".

Mömmurnar í skólanum segja alltaf ,,guapo" þegar við Grímur göngum fram hjá: Hvorn eru þær að meina?

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Sæmundsson

Þér hlýtur að hafa misheyrst. Mömmurnar hafa áreiðanlega horft á þig og sagt quapo (með q), sem þýðir hinn hvapkenndi. Hitt afbrigðið með g held ég nefnilega að þýði myndarlegur eða eitthvað þaðan af sætara. En það er alltaf gaman að lesa dagbókina þína og drauma.

Stefán Þór Sæmundsson, 25.11.2007 kl. 15:54

2 identicon

fyrirgefðu að ég borðaði ostinn þinn

Hanna (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 19:14

3 identicon

Mig grunar að sumir sæki spænskukunnáttu sína til sumra sem búa kannski á Akureyri og hafa kannski verið kaffibarþjónar á Bláu könnunni...

Arnar Már Arngrímsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 19:56

4 identicon

Ég skora á þig að koma með frampart á spænsku.

Guðrún Arngrímsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband