Af málum

,,Gute Sprachkurse muessen nicht teurer sein. Englisch lernen mit Fun"

 

Ég rakst á þessa auglýsingu á einhverri vefsíðu.

Þýskan er mér mjög kær þótt enn hafi mér ekki tekist að hafa hana undir. Ef þýskan væri maður væri hún Ódi júdóþjálfari.

En eitt þoli ég ekki hjá þýðverskum; þessi undirlægjuháttur gagnvart enskunni. Á Íslandi þykir, að ég held, ekki fínt að sletta ensku í riti, t.d. í auglýsingum frá fyrirtækjum og stofnunum sem taka sig sæmilega alvarlega. ,,Góðir málaskólar þurfa ekki að vera dýrir. Lærðu ensku með Fun". 

 Ég fékk nemanda minn í heimsókn í gær og kenndi honum ensku. Ég fer ansi illa með drenginn. Ég spjalla við hann um daginn og veginn og veiði upp úr honum allskyns leyndarmál um góða veitingastaði, hvar eigi að kaupa fisk o.s.frv. Hann heldur að þetta sé hluti af enskukennslunni. Síðan rukka ég hann um x margar evrur og sendi hann heim.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband