Enn af fiskum

Arngrímur lærði lét einhverja útlendinga ekki komast upp með að brúka ósannindi um Ísland.  Í þá tíð var mjög í tísku að tengja Ísland við helvíti og stunda allskyns lygar um íbúa þess; við áttum að vera skítug og drykkfeld. Skítug hefur þessi þjóð aldrei verið. Arngrími sveið þetta mjög (hann fattaði ekki að bad publicity er betri en engin) og skrifaði varnaðarrit þar sem hann hrekur þessar lygar.

Nú líður mér eins og Arngrími. Á spjallsíðu einni er verið að spjalla um gengi Barselóna liðsins og þar er  talað um Eið Smára sem ,,el bacalao Islandés" og að hann sé mjög til óþurftar. Þetta verður ekki liðið. Þetta er ósanngjörn samlíking.  Ég þekki hann persónulega, og af góðu einu. Við eyddum saman nokkrum sumrum á Halamiðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Ég held við ættum líka að minnast þess að nú hefur mál snúist mjög í okkar höndum og það er farið að selja útlendingum ferðir til Íslands til að horfa á þetta pakk sem þar býr, mígandi fullt og mígandi um stræti og torg allar nætur. Berháttandisk í tíma og ótíma og nuddandisk utan í hvað sem er einhvers kyns ef færi gefst, Óuppalin börn sem þvælast haugdrukkin um strætin meðan foreldrarnir skandalísera inni á restúröntunum þangað til löggan keyrir þá heim í dauðadái af eiturlyfjaneyslu. Einnar nætur gaman Flugleiða er barnaglingur við hlið þessarar yfirspenntu oh hættulegu nútímamyndar af lífinu svo þrjár flugfreyjur saman í einni lopapeysu er jafngildi klausturvistar í samanburðinum.

Hvað skyldi Arngrímur langalangalangalangafi þinn hafa sagt ef hann hefði séð þetta eigin augum?

Sverrir Páll Erlendsson, 10.12.2007 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband