6.12.2007 | 21:28
Athugasemdir við blogg
Ég geri mjög sjaldan athugasemdir við blogg. Ég vil að aðrir sendi mér athugasemdir. Þarna er visst ósamræmi á ferðinni.
En staðan er þessi: Ég hitti mjög sjaldan fólk og athugasemdir ykkar koma í staðinn fyrir mannleg samskipti. Ég talaði við einhverja afgreiðslukonu á Burger King áðan og annað hvort kann ég ekkert í spænsku eða hún er frá Brasilíu. Samræðurnar voru eins og uppúr Ionescu eða Beckett. En allt gekk þetta upp; hún fékk pjening og ég fékk fitu, salt og sykur.
Ég borga Florence 20 evrur fyrir að kenna mér spænsku; tvisvar í viku. Samskipti? Fuss.
Ef þið sendið ekki athugasemdir hætti ég að blogga.
Ég rífst mikið við fólk í huganum; til dæmis er ég núna að rífast við gleraugnasalann sem seldi mér gleraugu sem einfaldlega eru með röngum glerjum.
Annað: það er mikið um ,,brýr" á Spáni; þ.e. frídagur á fimmtudegi; svo taka menn brú á föstudeginum. Við þurfum meira svona á Íslandi.
Okkur var óvænt boðið á jólaball íslendinga um síðustu helgi; dæmigert; gestgjafinn (sem við þekktum ekki fyrir fram) reyndist kunnuglegt andlit frá Akureyri. Undarlig er Íslendings tilvera.
Grímur áttaði sig á því áðan að hann gæti lyft systur sinni og sagði í framhaldi af því: ,,Ég er sterkur eins og fimm ára". Sjálfur er ég svo óheppinn að vera í slagtogi með innsveitarfanti sem er bæði eldri og sterkari en ég.
Systir Hönnu, Auði skortir heldur ekki kraftana; enda komin af aflraunamönnum eyfirzkum. Enn tala gamlir menn í Glaðheimum (þar sem við bjuggum í Rvk) um kvenmanninn sem bar ofnana. Við bjuggum í þríbýli í Glaðheimunum, dásamlegt í minningunni en óþolandi meðan á því stóð. Einhverju sinni stóðu yfir einhverjar framkvæmdir í íbúðinni okkar og við fleygðum út gömlum, níðuþungum ofni. Auður var að hjálpa okkur einu sinni sem oftar og tók þennan 80 kg ofn undir hendina og hljóp með hann út á stétt. Halli nágranni var afar imponeraður yfir þessu og upp frá því var alltaf talað um ,,konuna sem kyndir ofninn minn (undir hendinni)".
Guðjón vinur minn er mjög sterkur... andlega. Ég náði að meiða hann í júdó án þess að snerta hann. Og þar sem hann reynir alltaf að grípa körfubolta með einum fingri er hann alltaf að fingurbrotna. Þeir sem aðhyllast sálafræði Freuds þykjast sjá þarna dulda þrá tölvusérfræðingsins eftir veikindafríi.
Athugasemdir
Athugasemd gjörðusvovel. Er líklegast eins og þú því ég vil fá athugasemdir en nenni sjaldnast að skila þær eftir sjálf.
Ég er einstæð móðir fram að jólum, sit sveitt yfir lærdómi þegar barnið sefur og er búin að baka tvær smákökusortir. Alveg spurning um það að þú viljir taka aftur orð þín um að ég væri engin og yrði aldrei almennileg húsmóðir.
Bestu kveðjur,
Guðrún
Guðrún Arngrímsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:11
Nei, þessi orð verða ekki aftur tekin. En ég get útskýrt þau. Ég var að herða þig og það virðist hafa tekist. Yngri systkini átta sig oft ekki á hver mikla vinnu eldri systkini leggja á sig við að temja og styrkja og leiðbeina unga fólkingu -
góðar stundir
ps. skyndibrjálæði; ég er að skreppa til Englands með krakkana; nenntum ekki að hanga ein þessa löngu helgi. Hanna verður heila viku á Ítalíu að vinna.
arnar (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 09:11
Verðurðu þá nokkuð búinn að taka út Bretlandsferðapakkann fyrir veturinn?
Magnús (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 19:13
no comment!
Guðjón H. Hauksson, 8.12.2007 kl. 22:57
kvitt kvitt :)
valla (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:16
Hæ
Bæ
Anna Sigga (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 23:44
Ég hlýt þá að vera sterk eins og hundrað og fimm ára!
Hanna (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 12:53
Sko. Ég veit ekki betur en ég hafi verið sífellt að rausa hérna og efast stórlega um að ég fari að auka það að ráði.
Hins vegar langaði mig til að kommentera á þessa frábæru færslu úr Guðsgjafaþulu, sem ég tel með betri bókum Dóra, en einhvern veginn hafa bókmenntafræðingar (aðrir) verið afskaplega ósammála mér. Síldarsaga mín eftir Egil Djöful Grímsson er góð bók, ekki síst í ljósi þess að frændi Egils, Jakob Jakobsson fiskifræðingur, var að gefa út þá bók endurritaða.
Sverrir Páll Erlendsson, 9.12.2007 kl. 18:27
Sælinú Arnar minn og þínir fylgifiskar. Ég ráðlegg þér að koma þér upp ósýnilegum vin. Kynntist 3 ára strák um helgina sem á vin sem hann kallar "gubben" eða kallinn. Það þurfti að taka frá sæti fyrir hann á kirkjubekk svo fyrirferðamikill er hann. Sá stutti fannst ég tala skrýtið mál við börnin mín en tjáði mér svo að "gubben" kynni finnsku þó svo hann sjálfur kynni hana ekki enda tala börn ekki finnsku sko. En til að réttlæti sé gætt krefst ég kommenta líka þú minn kæri ósýnilegi vinur allavega þessa stundina.
Brynja (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 07:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.