12.12.2007 | 09:40
Liverpool - Scarborough - York II
Það er plebbalegt að vera lengi að pakka niður í töskur og búa til einhverja listgrein úr því að raða og gleyma engu. Ég pakka á 5 mínútum og það klikkar sjaldnast. Það bjargast alltaf þó maður gleymi einhverju. Einu sinni gleymdi ég einu sinni að taka með mér tannbursta út á sjó - það var lítið mál - ég notaði bara tannbursta klefanautarins/nautsins? og sagði honum það síðan í lok túrsins.
Í þetta sinn gleymdi ég að taka nærbuxur á Grím. Það var því okkar fyrsta verk að kaupa búnt af slíkum klæðnaði á herramanninn. Í þetta sinn greip ég boxer-brækur sem reyndar eru fáránleg verkfæri, en Grími leist vel á. Í búntinu voru þrennar brækur hver annarri glæsilegri;köflóttar, svartar, hvítar. Grímur mátar þær allar og er afar stoltur. ,,Þú ert algjör gaur í þessum" sagði ég um þær svörtu. Grímur klæðir sig síðan í þær köflóttu og segir að braggði: ,,Þessar eru miklu gaurari."
Athugasemdir
Haha, litli snillingur. Hlakka til að heyra ferðasögu.
Guðrún Arngrímsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 14:40
Köflótt er kúl. Á Íslandi er bara svart og smá hvítt. Ætli maður geti sett inn myndir hér? Eða kemur þetta bara sem html-rugl?
Auf jeden Fall - Á Íslandi er myrkur. http://www.hreysid.com.
Guðjón H. Hauksson, 12.12.2007 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.