L - S - Y IV

Við flugum með Easyjet frá Madríd til Liverpool. Það var leiðindaflugferð. Ókyrrð í lofti og í fyrsta sinn á ævinni lenti ég í leiðindaþjónustu á flugi. Bestu flugfélögin reyna að gera vel við börn; færa þeim litabækur og eitthvað drasl. Í þetta sinn þurfti ég að bíða í 10 mínútur eftir að flugfreyjuaðilinn kæmi og vitjaði ljóssins sem var búið að loga, já, í 10 mínútur; hæ, flugfreyjuaðili, ég veit þú ert upptekinn við að selja bjór, snakk og samlokur á uppsprengdu verði fólki sem gæti alveg án matar verið í 2 tíma - hæ, værirðu til í að fjarlægja ælupoka dóttur minnar og færa okkur þurrkur og vatnsglas - óskaplega væri það fallegt af þér. Undir lok flugsins fyllti hún annan poka - ég reyndi ekki einu sinni af kalla á athygli og stillti pokanum upp í sætinu með ástarkveðju og vonaði að feitur rass myndi setjast á hann í næsta flugi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband