13.12.2007 | 14:15
L - S - Y VII Barnauðar strendur nema mín
Á meðan fölu ensku börnin horfðu á barnaefni og stunduðu fjöldmorð í tölvunni notuðum við tækifærið og gerðum strandhögg. Börn þurfa ekki mikið meira en sand, fötur og skóflur.
Kannski var kalt og kannski voru ensku börnin þess vegna inni. En þetta er dapurleg þróun, líka á Íslandi. Þeir voru ófáir vetrardagarnir í brakandi frosti og stillum sem við vorum nánast ein að vesenast í jólasveinabrekkum og kjarnaskógum.
Á Spáni virðast börnin hætta að leika sér úti í byrjun nóvember; kannski byrjar þá stíf dagskrá í skóla og íþróttum - ég veit það ekki. Og síðan furða menn sig á því að börn fitna - og bæta við þriðja leikfimistímanum á viku! Ég vona að spænsku börnin komi út í byrjun mars - það hlýtur bara að vera.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.