Af öfum

Unnur og Grímur eru heppin. Þau eiga þrjá afa. Allt eru þetta tiltölulega ungir menn; myndarlegir í meðallagi, vel greindir, all-sterkir verkmenn sem gætu byggt hús eða sett saman bíl ef þeir tækju sig saman. Einn er bóndi eyfirzkur, dýrelskur nautabani og lestrarhestur með svag fyrir Harry Potter og Transformers. Annar er skipstjóri glerárþorpzkur; syndur sem selur, skíðinn mjög  og all-gefinn fyrir ferðalög með hús í eftirdragi. Sá þriðji er altmuligmand engilsaxneskur, gefinn fyrir sveiflutónlist, garðyrkju og ótæpilega tedrykkju.

Ég er ekki jafn-heppinn og Unnur og Grímur. Mínir afar og ömmur stimpluðu sig út fyrir nokkrum árum með skömmu millibili. En það mátti ekki seinna vera, vinnudagurinn var orðinn syndsamlega langur og í raun hrein móðgun við þá sem stimpla sig út í hádeginu.

Unnur og Grímur hafa fjögurra heima sýn. Sveitin; hundar; skrýtnir kallar með rauðan víkíng, sviðalappir, hundakex.  Jörvabyggð; dekurdagar, sundferðir og kaffihús; bókasafnið. England; Allan og Barbara í York og Scarborough; te með kóngafólkinu, Conga með tefólkinu, shit in a tray with their shitfaced daad.  Spánn; kurteisi og trankílidad; borgarmenning madrísk.

 Unnur og Grímur eru heppin. Þau eiga þrjá afa. Þau eiga reyndar bara eina ömmu. En hún er ágæt. Hin var líka góð. Þannig er nú það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband