Smá pistill og svo skrifpása sökum Svissferðar

Góð jól - fjandi góð jól. Biðin eftir pökkunum var þolanleg í þetta skiptið enda eyddi ég meiri tíma yfir pottunum en oft áður. Ég hafði tekið að mér að elda fiskisúpu og verandi langt frá sjó þóttu mér x-faktorarnir vera heldur margir - eins er ekki auðvelt að gera sambýlismanni mínum, honum Antoni Ego, til hæfis. Meðan á matargerð stóð hlustuðum við á hann Gest Einar - hann er smámsaman að þoka hr. Kristi úr bílstjórasætinu á þessum degi. Dásamlegt þegar hann hringdi í einhvern nývaknaðan íslenskan ungling í Argentínu sem átti að segja frá jólunum þar. Eldhúsið fylltist af séríslenskum aulahrolli sem var gott mótvægi við hitann frá ofninum.

 Og við elduðum spænsk lambalæri smá - afar fín - sérstaklega þegar við hituðum þau upp áðan.

Börnin voru sem hugur manns við matarborðið en hr. Grímur var með slappasta móti hvað lyst varðar. Fiskisúpan þótti góð og heimilisfriðnum bjargað um stundarsakir. 

Gjafir voru vel valdar og vel þegnar. Krakkarnir léku sér í Playmobil fram eftir kvöldi. Ég og Anton fengum haug af fínum bókum. Þótt að ég hafi farið á hraðlestranámskeiðsripoffdæmi  á sínum tíma er ég rakki undir hófunum á hraðlestrarhestinum Antoni sem las bók um einhverja Sísí á tæpum 6 tímum. Ég kláraði reyndar bók Péturs Gunnars um Þórberg áðan og var afar sáttur. Aðdáunarvert hvað sumir eru einbeittir; Þórbergur fær til dæmis esperantó á heilann og er vakinn og sofinn að læra það tungumál og kenna. Eftir áramót ætla ég að búa til lista a la Þórbergur:

1. Minnka drykkju

2. hætta í neftóbaki

3. draga úr kvenfari

4. læra spænsku 5 tíma á dag

5. stunda sjóböð (á Alicante).

Nú er klukkan sjö að kvöldi jóladags. Á morgun fljúgum við til Zuerich að heimsækja Örra bróður. Mér þykir mikilvægt að heimsækja hann á þessum tíma því ekki er ólíklegt að handboltasamband Sviss setji hann í gapastokk fyrir lífstíð fyrir syndir sínar á vellinum.

Allavega - hafið það sem best og höres á nýju ári

 Arnar

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja mýslurnar mínar, hafið það sem best í Svissalandi.  Við hlökkum óskaplega til að hitta ykkur í sumar vonandi, þurfum að samstilla úrin okkar.  Hugsum til ykkar á jólum sem endranær.

Brynja og fylgifiskar

Brynja (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 09:52

2 identicon

Hvað er kvenfar? Er það konan þín? Beit hún þig?

Unnar (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband