Madríd 2008

Jæja, gott að vera kominn heim. Verst hvað Spánverjarnir ná að teygja jólalopann; i dag er aðalpakkadagurinn; í nótt komu vitringarnir þrír með pakka handa spænsku börnunum - frí á morgun og skóli ekki fyrr en á þriðjudag. Litla fólkið mitt er orðið hálf eirðarlaust- en hins vegar hefur spænskur vinur þeirra verið heimsækinn síðustu daga. Juan heitir hann. Þau léku sér dálítið saman síðasta sumar - síðan hvarf hann eins og hin spænsku börnin í vetur - ég veit ekki hvort hann er kominn til að vera - kannski týnist hann í skólabókunum eftir helgi.

Mér sýnist sem veturinn sé fyrir bí - sól og 15 stiga hiti í dag - mildar nætur að undanförnu.

Ég ætla að einbeita mér að spænskunni næstu mánuði; 5 tímar á dag.

Framundan er Evrópukeppnin í handbolta - ár frá því að við töpuðum með óskiljanlegum hætti fyrir Dönum á HM sem slengdi mér í þunglyndi um nokkurra vikna skeið. Hins vegar er áhugi á handboltalandsliðinu einn af fáum löstum sem ég rækta enn. Ég fer snemma að sofa, drekk gænt te, smakka það varla, skriðtækla lítið, er næstum hættur að éta yfir mig. Lifi handboltinn! Lifi fintan! Lifi Steinar Birgis! Lifi Birgir Björns! Lifi Jónatan Magnúss! pleimó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lifi þið öll húrra, húrra, húrra á nýju ári sem öðrum framundan um langt skeið.

Brynjalilla (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Óttalegt er að heyra af þessu meinlæti, gænt te og svefn, þetta minnir á anorexíukellingar og fyrirsætustörf. Gleðilegt ár annars.

Frétti í gær að Andlýsingar væru orðnir Húsvíkingar og bóndinn á Karlsbergi orðinn embættismaður. Allt er breytingum undirorpið, en gaman fyrir hann - þetta var það sem hann var búinn að mennta sig til.

Stærðfræðingurinn hefur ekki komist til Norðurlands vegna veðurs og færðar, kom allavega ekki um áramótin. Hann safnar því á túdúlistann heimsóknum hingað og þangað.

Gangi þér vel við hasta la eitthvað sem ég veit ekki hvað heitir. Amor corason e viva Espagna og svo framvegis. Svo ferðu að lesa Gabríel á frummálinu. Og Evu líka. Og þýða - og hver veit nema þú verðir bassaleikari eins og Tómas á þessu.

Sverrir Páll Erlendsson, 8.1.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband