11.1.2008 | 09:21
Aulasýngar
Þannig hljómuðu ,,auglýsingar" í munni Unnar eða Gríms þegar þau voru ,,lítil". Og auglýsingar geta verið ansi aulalegar. Hér er mikið auglýst af lyfjum sem eiga að lækna harðlífi og herða gamla bedli (nb það er ekki sama lyfið) Stórkostlega fyndið að sjá einhverja myndarlega kellingu tala um að síðan hún fór að taka zjitxtól daglega sé hún allt önnur manneskja. Hvað myndi ég þurfa mikinn pening til að samþykkja að leika i svona auglýsingu? Milljón dollara? Ekki meðan gengið er svona lágt. Og suðurevrópubúar eru dásamlega hræddir við kvef og það sem er auglýst af undravörum sem eiga að fyrirbyggja eða lækna kvef.
Það má hafa gaman af margri vitleysunni. En það er ekkert fyndið við allar þessar auglýsingar sem beinast að börnum. Burger king í barnasjónvarpinu á morgnana; það er eitthvað bogið við það.
Á ferðalagi mínu um fréttasíður Evrópu nú í morgun rakst ég á þessa umfjöllun um gamlar auglýsingar sem við fyrstu sýn virðast ósvífnar og taktlausar. En þegar ég fór að hugsa málið áttaði ég mig á því að auglýsingar sem þessar eru orðið daglegt brauð í dag. (www.corriere.it)
Athugasemdir
Sæll Arnar, datt í hug að segja gleðilegt nýtt ár og segja þér frá mynd sem ég sá áðan sem heitir The Science of sleep.
Eitt aðalhlutverkið er leikið af þinni uppáhaldssöngkonu (sem reyndar þá var bara söngbarn): Charlotte Gainsbourg.
Myndin þótti mér góð og Serge hefði sennilega þótt hún það líka, blessuð sé minning hans.
Vallitralli (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.