15.1.2008 | 10:41
Integration
Lykillinn að hamingju á erlendri grundu er að laga sig að siðum innfæddra. Það þarf að læra tungumálið, tileinka sér nýja matarvenjur og síðast en ekki síst að fínisera eitt og annað í útliti og framkomu. Fyrstu mánuðina í Þýskalandi á sínum tíma var ég útlendingur; utangarðsmaður. Síðan lét ég mér vaxa hormottu og mér opnuðust allar dyr. Kassadömurnar urðu vingjarnlegar, þjónarnir hressir; já, mér opnuðust allar þessar lokuðu dyr. Það kom mér á óvart að ég þurfti að beita sömu aðferð hér. En eftir yfirhalninguna hefur Spánn opnað faðminn. Nú er gaman.
Athugasemdir
Ah, nú held ég að þú ættir að segja Spánardvöl lokið... Aðeins eitt orð lýsir þessu nýja útliti þínu og það er perralegur.
Guðrún (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:15
bwhahahaa, flottur Arnar, flottur!
Valla (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 20:47
íðilfagur. Hvar er brúnkan? Það er fyrst og fremst þessi holdsbleiki litur sem gerir þig svona ógeðslega perralegan. Manni dettur í hug að þú sitjir inni á daginn smurður AB-mjólk og gúrkum en komir út á kvöldin smurður ilmolíum og sleikir út um. Gibbagibbagibb...
Guðjón H. Hauksson, 16.1.2008 kl. 11:52
Ég er stolltur af þér. Frænka mín segir að þú sért sætur.
Unnar (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 14:46
Arnar.... MY HAT GOES OFF FOR YOU !!! Að sjálfsögðu er ég byrjaður að safna í eina vararottu, og býst ég við að hún verði fullvaxta og fullmótuð fyrir spánarferðina okkar Hildar í maí... Takk fyrir gott ráð !
Jóhann Níels (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.