Integration

Lykillinn að hamingju á erlendri grundu er að laga sig að siðum innfæddra. Það þarf að læra tungumálið, tileinka sér nýja matarvenjur og síðast en ekki síst að fínisera eitt og annað í útliti og framkomu. Fyrstu mánuðina í Þýskalandi á sínum tíma var ég útlendingur; utangarðsmaður. Síðan lét ég mér vaxa hormottu og mér opnuðust allar dyr. Kassadömurnar urðu vingjarnlegar, þjónarnir hressir; já, mér opnuðust allar þessar lokuðu dyr. Það kom mér á óvart að ég þurfti að beita sömu aðferð hér. En eftir yfirhalninguna hefur Spánn opnað faðminn. Nú er gaman. el puerco

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ah, nú held ég að þú ættir að segja Spánardvöl lokið... Aðeins eitt orð lýsir þessu nýja útliti þínu og það er perralegur.

Guðrún (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:15

2 identicon

bwhahahaa, flottur Arnar, flottur!

Valla (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

íðilfagur. Hvar er brúnkan? Það er fyrst og fremst þessi holdsbleiki litur sem gerir þig svona ógeðslega perralegan. Manni dettur í hug að þú sitjir inni á daginn smurður AB-mjólk og gúrkum en komir út á kvöldin smurður ilmolíum og sleikir út um. Gibbagibbagibb...

Guðjón H. Hauksson, 16.1.2008 kl. 11:52

4 identicon

Ég er stolltur af þér. Frænka mín segir að þú sért sætur.

Unnar (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 14:46

5 identicon

Arnar.... MY HAT GOES OFF FOR YOU !!! Að sjálfsögðu er ég byrjaður að safna í eina vararottu, og býst ég við að hún verði fullvaxta og fullmótuð fyrir spánarferðina okkar Hildar í maí... Takk fyrir gott ráð !

Jóhann Níels (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband