16.1.2008 | 19:43
Hambolt
Þann 31. janúar 2007 leit fyrsta bloggfærsla mín dagsins ljós. Þá gat ég heldur ekki orða bundist, slíkur var harmurinn. Ísland var nýbúið búið að kasta frá sér sigri gegn Dönum og ég grét innANímér.
Svona hljómaði þessi litla færsla: ,,Í ljósi atburða gærdagsins er undirritaður hættur að fylgjast með íþróttum. Í framtíðinni mun ég einbeita mér að eigin ferli."
Nú glottir hún við mér flaskan uppi á skáp; rykfallin og hún veit að ég mun opna hana á morgun.
Ég mun falla og það með sæmd.
Handbolti er líklega skemmtilegasta íþrótt í heimi að spila (ekki alltaf fyrir áhorfendur reyndar).
Af hverju? Jú, hann er að ég held eina íþróttin sem sameinar bolta og bardagalistir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.