18.1.2008 | 10:01
Svíagrýlan
Um undarlega atburði gærkvöldsins
Ekki lætur að sér hæða
Svíagrýlan.
Íslensk hjartasárin blæða
en sú mæða.
Þurfum við það eitthvað að ræða?
18.1.2008 | 10:01
Um undarlega atburði gærkvöldsins
Ekki lætur að sér hæða
Svíagrýlan.
Íslensk hjartasárin blæða
en sú mæða.
Þurfum við það eitthvað að ræða?
Athugasemdir
tapið var allavega ekki slegið upp á forsíðum blaðanna, eins og eftir fótboltaleikinn góða um árið. Sakna ykkar, farið vel með ykkur!
Brynja (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 19:50
Myndin er afbragð.
Sömuleiðis sálmurinn um Sitges.
Hamolt er hins vegar sorgarsaga. Þegar drengir sem sumir hverjir eru nefndir bestu hamboltamenn í heimi og ganga kaupum og sölum fyrir milljónatugi í brúklegum gjaldmiðli láta opinberlega þannig fyrir framan þúsundir áhorfenda og tugi myndavéla að sjáist ekki að þeir viti hvernig handbolti er venjulega í laginu - ja, þá veit ég ekki til hvers er unnið. Hvar er allur þessi metnaður og andskotans heiður sem þeir bulla sífellt um að sé að fá að spila fyrir íslensku þjóðina? Það er eitt að tapa fyrir Svíum en að láta niðurlægja sig eins og var í þessum leik, leyfa Svíum að búa til leiksýningu sem leit úr eins og handbolti í hægri endursýningu eða jafnvel enn frekar eins og handboltaleikur á elliheimilinu Grund - nei, þá er betur heima setið og horft á Leiðarljós, 723. þátt..
Sverrir Páll Erlendsson, 19.1.2008 kl. 08:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.