Rod Stewart og Faces - og fleira

Eins og flestir vita hefur Rod Stewart lengi hvílt á sex fetunum.

Einu sinni var hann sex fet á hæð; farið inn á you tube - hendið inn ,,I'm losing you" og njótið 7 mínútna ferðalags með Rod og Faces. Sveimér þá ef manni langar ekki að detta í ða þegar maður heyrir svona schnilld.

Það er langt síðan ég hef farið á tónleika. Hér kemur bráðabirgðalisti yfir 10 bestu tónleika sem ég hef verið viðstaddur:

10. Lost í Borgarbíói í kringum 1988. Rafmögnuð stemning. Maður hélt að þetta væri upphafið að einhverju stóru.

9. U2. Dublin 1993. Frosti og Hjörvar og svona 40.000 í viðbót.

8. Flaming Lips og Suede í Laugardagshöll ca. 2001. Þarna voru Suede dánir en minningin um heilt sumar til sjós með fyrstu plötuna í eyrunum var sprelllifandi eins og nýdáinn þorskur.

7.Septett Jóels Páls á Grand Rokk ca. 2004. Við Maggi Teits á fremsta bekk. Frank Zappa sagði ,,Jazz is not dead, it just smells funny". Hann hafði rangt fyrir sér. Þarna ilmaði jazzinn af stáli, leðri og hlaupköllum. Sem sagt vel.

6.  Megas og hljómsveit í Borgarleikhúsinu ca. 2002. Útgáfutónleikar v. Svanasöngs á leiði. 

5. Óperan Salóme á sviði í Strassbourg. Hver sagði að óperur þyrftu að vera leiðinlegar?

4. gus gus í Stadtgarten í Köln 1997. Kölsch og danspartí.

3. Ham í kjallara Hamrahlíðar ca. 199?. Algleymi.

2.  Birgitta Hauks í Smáralind ca. 2002. Með Unni á öxlunum syngjandi ,,Ég vil ekki vera svoNA".

1. Nick Cave á Broadway (hemm, Reykjavík) 2002 eða þrjú. Við Maggi T. neyddumst til að standa uppi við barinn á besta stað. Þess má geta að við Nick ásamt Ragga Bjarna og Julio Iglesias eigum sama afmælisdag. Takk.

 

Tónlistarmenn sem mig langar að sjá. Ef þið eruð með miða eða aðrar upplýsingar, hafið samband.

Bonnie Prince Billy.

Tom Waits.

Cult.

Abba.

Paolo Conte.

Helge Schneider. 

 

 

Tónleikar sem ég fór ekki á sökum leti og er reiður sjálfur mér fyrir vikið.

Kris Kristofferson í Höllinni.

Battiato í Madrid.

Björk í Madrid.

Morrissey í Rvk.

Kraftwerk.

Belle and Sebastian. 

 

Hvað segið þið? Bestu tónleikar? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór á Morrissey hér um árið. Það var ansi gaman. Tók tvö Smiths lög að mig minnir: "Gilrfriend in a Coma" og "How soon is now."

Ég þarf að fara að drífa mig á fleiri tónleika. Þetta hefur verið heldur dræmt upp á síðkastið. Fór á Megas og það var dúndurgott. Sleppti sem betur fer Jólagestum Björgvins sem og öðrum ,,stórtónleikum" með mönnum sem komnir eru yfir sitt besta.

Unnar (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 11:23

2 identicon

Aaaah. Ég man Lost í Borgarbíói. Ég man U2 í Dyflinni. Og Ham í Kjallaranum. Allt gullin augnablik í tónlistarsögunni.  Fleiri slík sem væru á mínum lista (í tímaröð):

Tori Amos á Hótel Borg 1988. Hún. Var. Gyðja.

Endurkomutónleikar S/h draums í Tunglinu 1993. Það var svo sannarlega svart/hvítur draumur sem rættist.

Lollipop-festivalen - sveitt útihátíðarstemming í útjaðri Stokkhólms sumarið 1996. Nick Cave, Beck, Black Grape, Proddigí, Chemical Brothers og Underworld, meðal annarra. Og... Öhh... Teenage Fanclub. Jei.

The Fall og Wedding Present, sitthvort kvöldið á Grand-Rokk á vordögum 2006.

Throwing Muses 2006 og Kristin Hersh 2007 á NASA. Langþráð. Svo langþráð. Og Reykjavík! að hita upp á seinni tónleikunum var rosalegt að sjá.

Svo bara takk fyrir síðast. 

Hjörvar Pétursson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 15:51

3 identicon

Blur tónleikarnir sem þú bauðst mér á í Köln 1996 voru góðir, ég var auðvitað mikill Blur aðdáandi svo þetta var alveg magnað.

Ég fór á tónleika með Mika í fyrra sem verða að teljast skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á. Nokkrum vikum síðar lét ég líka þann draum rætast að fara á tónleika með Beyoncé, hún var og er flottust!

Hef alltaf öfundað ykkur bræður af því að hafa farið á tónleika með U2, alveg er það eitthvað sem ég væri til í að gera.

 En ég skal síðan bara halda góða tónleika fyrir þig í nánustu framtíð. Óskalög?

Gunna sys (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:46

4 identicon

Heyrðu... haha! Það minnir mig á... Sá Bubba og Megas halda tónleika í samkomuhúsinu í Borgarnesi. Var kanski svona ca. 10 ára. Fyndið, var alveg búinn að gleyma því. Þeir voru báðir nýorðnir edrú þá og eru það enn ef mér skjátlast ekki.

Orri (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 19:52

5 identicon

Ég hef litlu við þetta að bæta nema dagsetningum. Ham-tónleikarnir ótrúlegu voru í febrúar '94. Tónleikaupplifun ævi minnar. Flaming Lips og Suede var held ég 2000 frekar en 2001, ég hefði gjarnan viljað að Suede hefði velt sér niður minningastíginn þá, en Flaming Lips var betri en dauflegur skríllinn átti skilið, ekki ósvipað Prince í Globen í Stokkhólmi 1990. Nick Cave á Broadway (besta staðsetning allra tíma, hver hefði trúað því?) var einhvern tíma fyrir jól 2002 en Megas var 4. des. 2001. Ég er spældur að hafa ekki farið á Queens of the Stone Age í Höllinni.

Magnús (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband