Málaskólanám II

Nú er langt liðið á aðra viku í málaskólanum AIL. Ég veit ekki hvort ég er eitthvað betri í spænsku (modestia falsa...) en lærin eru orðin eins og upphandleggirnir á Jóni Má eftir hjólreiðar miklar til og frá heimili voru.

Það er skrýtinn söfnuður sem sækir skólann; aðallega enskir og þýskir krakkar í einhvers konar millibilsástandi í háskólanámi. Menn tala sem sagt ensku og þýsku í frímó; ég get alveg sætt mig við það, en vorkenni hlutaðeigandi nokkuð. Stundum má móðurmálið bara bíða.

Kennarinn minn hefur enn ekki klikkað; hvert einasta skref er undirbúið og þótt hún vildi glöð bombardera okkur með málfræði leyfir hún okkur að bulla þegar sá gállinn er á okkur.

Ég held ég sé orðinn frekar leiðinlegur nemandi. Maður þarf alltaf að segja frá einhverju leiðinlegu: ,,...en á íslandi blah blah". No conoces Ný dönsk? Muy famoso. Su mejor disco está Deluxe.

Ég reyni að akta tvítugur og hress. Á morgun er bjórkvöld. Það byrjar klukkan tíu. Þá er ég sofnaður og Björn Vigfúss kominn í náttfötin (reyndar í öðru landi).

Þrír tímar í ferðalög á dag; það finnst mér ansi mikið. Þetta venst en er samt tímaeyðsla og bull.

Metró er sérkapítuli. Ég tek línu 6 sem er hringferð og á heimleiðinni troða einatt leiðinlegir tónlistarmenn upp í sjálfum vögnunum. Dæmi um tónleika: My way á panflautu með skemmtaraundirspili af bandi. Drengfífl með harmóníku: When the saints, oh when the saints....

Annars lesa menn mikið í metró og stunda lyftingar um leið; þ.e. menn dröslast með nýjasta ken follet sem vegur 1200 grömm. Einhvern tíma hefðu menn skammast sín fyrir að lesa reyfara in públik. Ég geng alltaf með Faust í reklam-hefti og hampa því þegar ég sé einhvern sem ég vil imponera. Verst hvað ég verð alltaf bílveikur þegar ég reyni að lesa á ferð.

Nú er ég að lesa hinn margfræga róman The Citadel á spænsku. Það er merkileg bók. Á yfirborðinu er hún sentímental kjaftæði en þar fyrir neðan er ansi glúrinn útekt á læknastéttinni og heilbrigðiskerfinu enska á 3-4. áratugnum. Þessi bók varð gríðarlega vinsæl og einhvers staðar las ég að hún hefði óbeint stuðlað að stofnun NHS í Bretlalandi. En gott er að lesa góðan róman hvort sem þú ert staddur í New York eða Óman.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lukkuláki, taktu með þér blað og penna og skrifaðu "mannlýsingar úr métró" spái að það verði metsölubók jólin 2008.

Brynja (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Guðjón H. Hauksson

Þetta er góð hugmynd, Brynja. Það verður að hvetja manninn áfram til skrifta. Þeir gerast varla skemmtilegri pennarnir. The Pen-is mightier...

Guðjón H. Hauksson, 8.2.2008 kl. 23:43

3 identicon

Whoah... they're selling penis mightiers here?!

Magnús (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband