14.2.2008 | 12:37
Nú verða sagðar fréttir
Ég fann kryddbrauð úti í búð - gæti verið úr Kristjáns.
Manuelo Rajoy sem vill verða forsætisráðherra vill að innflytjendur temji sér spænska siði; hér eru menn að velta fyrir sér hverjir þeir séu.
Zapatero hefur svipaða útgeislun og Mr. Burns og ég er viss um að handtak hans er þvalt.
Úti er besta veðrið: 10 gráður og skýjað.
Spánn er að þorna upp - vatnsbólin í lágmarki. Framundan þurrkasumar og skógareldar.
Ég sá myndina sem allir ausa lofi: ,,No country for old men". Það þótti mér vond mynd.
Nokkur dæmi um arabísk orð í spænsku: almohada:koddi, almacenar: geyma og síðast en ekki síst ojalá:vonandi (wa-sa' Allah: ef Allah lofar).
Spjallaði við enskan strák í frímó í málaskólanum, um tónlist og fleira: hann hafði aldrei heyrt talað um Frank Zappa. Hvað er eiginlega kennt í skólum í dag, hah? Ég hélt að Uncle Meat og Hot Rats væri 101-efni.
Hér fá enskir og bandarískir vinnu við að kenna ensku án þess að lyfta litlafingri og án þess að kunna nokkuð. Vesalings nemendurnir. Ég kenndi íslensku í Þýskalandi af því að ég var Íslendingur. Vesalings fólkið.
Kennarinn minn kann að kenna útlendingum spænsku; að kenna útlendingum t.d. íslensku krefst sérfræðimenntunar; slíkt hefur ekki verið í boði hingað til. Og á íslandi vantar góðar bækur; hér geta kennarar valið úr snilldarbókum og æfingum; þurfa ekki að búa til kennsluefni sjálfir eins og á Íslandinu góða.
Ég held að Íslandið góða yrði enn betra ef skólarnir byrjuðu klukkan níu á morgnana. Ég vaknaði klukkan átta í morgun; ég var þreyttur og svartsýnn. Klukkan 9.15 keyrði ég með krakkana í skólann og allir komnir í besta skap.
Kennarar þurfa að vera í stuði. Kennarar eru mjög sjaldan í stuði klukkan 8.15.
Ef ég réði byrjaði dagur menntskælingsins svona: klukkan 8 opnar kaffitería; grautur í boði og rist og kaffi; Monika Kvöldroði spilar á hörpu, birtan er mjúk, reykelsisilmur. Klukkan 9 byrjar ballið. Og fyrir okkur hina morgunhressu: klukkan sjö: sund og jafnvel kaffihús í framhaldi. Værettekki munur? Ég vil fá fisk í hádeginu alltaf nema á föstudögum. Ég vil leggja mig eða stunda hugleiðslu eftir matinn. Passið ykkur bara. Kannski mun ég einhvern tíma ráða.
,,Á Spáni er gott að djamma og djúsa" á eftir að prófa það. En loksins eru götufylleríin komin til Spánar. Botellón kallast þau. Mikið rætt um þetta núna.
Ef ég færi aftur að kenna á Íslandi, haldiði að það væri séns að semja við skólastjórann um að ég fengi að vera á Kanarí í desember og janúar og halda utanum kennsluna með Angel? Ekki svo galin hugmynd. (og byrja klukkan níu á morgnana).
Nú eru börnin komin með það mikið vit/óvit að við þurfum að fara að setja tölvureglur.
Grímur er byrjaður á línuskautum eins og Unnur og Hanna. Ég dreg bara lappirnar.
,,the creator has a master plan" Pharoah Sanders 32 mín - 45 sek.
,,Við heitum báðir Már", sagði Grímur í morgun á leið í skólann.
Athugasemdir
Kemur þú með sólargeisla,
er skein suður á Spáni,
Snertir mit hjarta,
þótt stundum sé ég kjáni.
Unnar (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.