Er skerið að sökkva?

Fyrir tæpum tíu árum snérum við heim frá Luxembúrg. Þá var sko uppgangur. Framsóknarflokkurinn bauð öllum lán sem vildu og húsnæðisverð fór á flug. Ég keypti íbúð á kortéri í Reykjavík; ef ég hefði ekki stokkið hefði einhver annar gert það. Og það var gaman að lifa; dinnerar og kokteilar og bjartsýni. Maður rakst á fólk sem eldaði ekki mat það borðaði alltaf á veitingahúsum. Og það var stuð.

Það má ekki skreppa aðeins frá og þá fer allt fjandans til. Mér skilst að vextir á húsnæðislánum nemi 6,35 prósentum og verðbólgan á siglingu. Frekar kaupi ég mér 40 fm blokkaríbúð í Tjarnalundi en að gerast 40 ára áskrifandi að skuldasúpu. 

Mikið var HKL framsýnn þegar hann reit Sjálfstætt fólk. Hversu sjálfstæður er maður sem þarf að standa í skilum við lánadrottna af húsinu sem hann þykist eiga? Hver á hvern?

En nú er búið að kalla á Máa til að taka til hendinni. Hann er mættur niður í móttöku með blóðgunarhnífinn á lofti.  Lifi ráðdeildin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband