7.3.2008 | 10:13
Senjor Grímúr
Hann á afmæli á sunnudag - 9.mars. Þá verður hann fimm ára.
Hann fékk martröð í fyrrinótt og kallaði upp yfir sig: ,,Ekki kaupa hráskinku!".
Hins vegar er hann á góðri leið með að verða smekkmaður eins og systir hans, er hrifinn af gráðosti, geitarosti, ólífum, mangó, papaya og um daginn gaf hann sushi séns og þótti það ekki svo galið.
Við lásum Transformers-bókina í gær. Um þá félaga Optimus Prime, Bumble-bee og vondu kallana sem kallast Megatrons. Optimus Prime er með 5 í kraft og vegur yfir 8 tonn. Ef þið hafið ekki séð myndina skuluð þið drífa í þvi. Stuð fyrir alla fjölskylduna.
Senjor Grímúr er að hugsa um að hætta í fótbolta. Honum finnst of mikið um stimpingar. Upp á síðkastið höfum við verið að leika okkur í paddel-tennis og það á vel við hann. Reyndar stekkur hann stundum upp á nef sér þegar pabbi hans ,,þrusar" eins og hann segir.
Við skruppum í ikea í gær og átum kjötbollur - ég flúði síðan út í bíl og las blaðið á meðan Hanna labbaði einn hring. Grímúr fékk að fara í langþráð boltaland en Unnur fékk rauða spjaldið fyrir að vera 5 cm of há.
Vinnufélagi Hönnu gaf Grími 7 Ferrari-bíla um daginn. Þeir eru reyndar litlir en samt flottir.
Senjor Grímúr.
Athugasemdir
Til lukku með Grím, athyglisverðar draumfarir, þekki þetta svolítið þegar mín börn hrópa í skelfingu vakin eða sofin, "ekki kaupa pytt i panna". Hefurðu prófað að fara með drenginn í badminton, fjölskyduíþrótt sem við erum nýbúin að uppgötva, mér finnst þið eigið að fara að æfa fyrir fjölskyldumótið Lundur gegn Madríd þegar þið komið við hjá okkur á sumarmánuðum , eða var það ekki annars á dagsskránni;). Heyrðu má ég líka leggja inn nýja pöntun, vil fara sjá fleiri útfærslur af þér með kúrekahattinn, þá spara ég mér að leigja vídeómynd það kvöldið. Kníusknús til ykkar
Brynja (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:39
Datt hér inn fyrir tilviljun og kann ekki við annað en að skilja eftir spor. Það lítur út fyrir að lífið leiki við ykkur í Madríd... hvernig er svosem annað hægt? Var raunar búin að frétta af tilveru ykkar þarna suðurfrá í gegnum mömmu “gömlu” sem sennilega hefur verið að ræða þína mömmu.
Ég bý þessa stundina í Þrándheimi (í Noregi) þar sem allir fjölskyldumeðlimir sitja á skólabekk á mismunandi stigum þó. Erum þó á heimleið frá og með næsta sumri eftir næstum þriggja ára dvöl hér. Óneitanlega blendnar tilfinningar hvað það varðar... Til hamingju annars með senjor Grím. Það er ekki svo lítill áfangi að verða heil hönd. Hér á bæ er einmitt ung stúlka sem bíður spennt eftir því.Bestu kveðjur til ykkar allra.
Hildur Björk Sigbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 13:44
Til hamingju með Grím. Ég átti líka afmæli 4. mars. Við Grímur erum um margt líkir. Við erum báðir hreinskilnir og meinfyndnir.
Annars vildi ég minna þig á að MA er komið í úrslit í Gettu Betur og mæta þar MR. Ekki amalegur úrslitaleikur þar.
Unnar (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 21:11
Til hamingju með daginn Grímur!
Frímann Benedikt og Ýmir Haukur senda þér afmæliskveðjur og hlakka til að sjá þig og ykkur öll heima á Akureyri mjög fljótlega.
Guðjón H. Hauksson, 9.3.2008 kl. 14:48
þakka fyrir hönd Gríms fyrir góðar kveðjur, hæ Hildur, hvernig væri að hóa saman liði í sumar á Akureyri, Brynja, verður þú á staðnum? Verst að Guðjón var í VMA, varla að hann fengi að koma. Unnar, til hamingju með sjálfan þig og MA.
Arnar Már Arngrímsson (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 16:10
Innilegar hamingjuóskir til Gríms töffara!! talaði við hann í morgun og hann þekkti mig ekki.Eins gott að þið eruð að koma til Íslands eftir nokkra daga.
Hlökkum alveg hrikalega til að sjá ykkur öll,
kv. Gunna, Hjörtur og Aníta
Snægilsfamilían (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.