Föstudagurinn 18. apríl

Guðjón nokkur gerir athugasemd við blogg þetta. Hefði hann gert athugasemd við blogg Berlusconis hefði Berlusconi líklega svarað með ómálefnalegum hætti, kannski eitthvað á þessa leið: ,,Þú ert nú bara með há kollvik og átt ljóta úlpu." Ég er hins vegar málefnalegur: Guðjón þessi hafði einfaldlega rétt fyrir sér. Við sjáum hvað setur. Allt í einu er ég orðinn eftirsóttur þýðandi með endalausar dauðalínur og samkvæmislífið er með hressasta móti; ég fór að sofa hálf-tólf í gærkvöldi.

Annars er þetta grátlegt með Berlusconi. Vesalings Ítalir.

Gainsbourg og aðrir bindindsmenn

Serge Gainsbourg var mesta dýrðarmenni sem Frakkland hefur alið. Hugsa sér að árum saman var eins og hann hefði barað másað eitt lag um ævina; Je t'aime. Ég man hvað það var eitthvað á skjön að heyra þetta spilað í útvarpinu og maður var kannski 12 ára í sunnudagsbíltúr með fjölskyldunni. Maður var kannski að koma úr Brynju eða Nesti. Maður var kannski að stinga upp í sig pylsu og þá byrjar það; orgelspilið, andvarpið und der Höhepunkt. Eins þótt mér óþægilegt þegar Björgvin söng um píkuna og hvort hann var ekki að greiða hana líka. Afar sérkennileg hugarmynd það. Og kannski var Björgin á tímabili hinn íslenski Serge þegar hann söng ,,Gott er að ríða" með stúlknakór á barnaplötu. Merkilegt hvað lítið hefur verið fjallað um þetta.

Merkilegt hvað mínir helstu menn eru miklir óreglumenn; Chet Baker var alltaf skakkur, Miles Davis sömuleiðis, meðlimir The Band eru flestir dauðir úr dópneyslu, Serge var alltaf með Gitanes í vinstri og göróttan drykk í hægri, Megas tók stundum meðul. Reyndar var HKL lítið fyrir ofdrykkju en hins vegar þótti honum barbarismi að drekka vatn með mat. Einhvern tímann í fyrndinni fann ég á mér. Nú fylgi ég einatt boðskapnum sem finna má í Schlagaranum góða:

,,Ja, die Freude ist der beste Rausch- ja, lass die Freude sofort in dein Herz" 

 

Vinalínan

 Sökum nísku hef ég ekki tímt að kaupa vini upp á síðkastið. Fann hins vegar síðu sem heitir ,,lingo bongo" og þar getur maður komist á stefnumótin. Jú, hú. Ég er búinn að fara á tvö. Eina reglan er að maður á að tala ensku í hálftíma og síðan spænsku í hálftíma. Í gær mælti ég mér mót við kvenmann sem þykist vera að missa niður enskuna sína (hún bjó í tvö ár í London). En eins og kvenna er siður er þetta bara hógværð. Sá sem segir ,,drought" og ,,precarious" og hvort hún sagðir ekki ,,thus" og ,,ajar" svei mér ef hún sagði ekki ,,akimbo" lika - sá hinn sami er ekki að fara missa enskuna sína niður. Ég bullaði eitthvað á spænsku á móti. ,,Paella, alfomra, Almodovar, Alhambra og Toledo og Adios". Fyrr í dag hitti ég manndreng að nafni Jose. Hann virkaði vel á mig. Jarpur á hár, hress í lund og hafði dvalið bæði í Flórída og í Wales. Við tölum ensku en hann er það áhugasamur um lönd og lýði að hann notar frítímana sína fjóra til að læra þýsku í málaskóla. Þegar ég heyrði þetta fékk ég kökk í hálsinn og weinte - reif síðan upp Faust-heftið gula, steig upp barinn og velti pæju-pönnunni um koll. Já, ég reif upp heftið og fleygði því upp í loftið, þuldi síðan úr hjarta mínu orðin sætu:

Habe nun, ach! Philosophie,
Juristerei und Medizin,
Und leider auch Theologie!
Durchaus studiert, mit heißem Bemühn.
Da steh ich nun, ich armer Tor!
Und bin so klug als wie zuvor;
Heiße Magister, heiße Doktor gar,
Und zihe schon an die zehen Jahr
Herauf, herab und quer und krumm
Meine Schüler an der Nase herum-
Und sehe, daß wir nichts wissen können!
Das will mir shier das Herz verbrennen.
Zwar bin ich gescheiter als alle die Laffen,
Doktoren, Magister, Schreiber und Pfaffen;
Mich plagen keine Skrupel noch Zweifel,
Fürcht mich weder vor Hölle noch Teufel.
Dafür ist mir auch alle Freud entrissen,
Bilde mir nicht ein, was Rechts zu wissen,
Bilde mir nicht ein, ich könnte was lehren,
Die Menschen zu bessern und zu bekehren.
Auch hab ich weder Gut noch Geld,
Noch Ehr und Herrlichkeit der Welt;
Es möchte kein Hund so länger leben!
Drum hab ich mich der Magie ergeben,
Ob mir durch Gesites Kraft und Mund
Nicht manch Geheimnis würde kund;
Daß ich nicht mehr, mit saurem Schweiß,
Zu sagen brauche, was ich nicht weiß;
Daß ich erkenne, was die Welt
Im Innersten zusammenhält,
Schau alle Wirkenskraft und Samen,
Und tu nicht mehr in Worten kramen."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

die Freude ist der beste Rausch, já sammála sérstaklega í góðum félagsskap sem hleypir upp í mann stríðninni. 

Brynja (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband