Nýtt Liverpool-lag (handa M. Teitssyni)

 

 

Hefði jón arnar riise

bara tekið lýse

væri teitsson í dag með hýrri há

en í stað þess bíður hans hádegisbar á skuggalegri krá.

 

Nú snýr shankly sér við í gröfinni

öðrum megin við Mersey - eða var það hinum megin?

 

fram að þessu sögðu menn: þú munt aldrei ganga einn

slóðann í gegnum skóginn á leið til grafar

en það var þá, jón arnar.

Nú verður þú sendur nestislaus í kjaftinn á rauðhettu

og graham sharp bíður þín í rjóðrinu með skarpan kuta

og þú skalt passa þig í skóginum, jón arnar,

nú færðu að ganga einn þessa stuttu leið sem eftir er.

 

í hálfeik heyrði hann bara orðin "og nota hausinn, strákar"

og tönnlaðist á þeim eins og sænsku skroi þar til hann var sendur

inn á sviðið, búinn að gleyma línunum og hlutverkinu.

Hann var að hugsa um benídorm og fara nú að hætta

þessari bölvuðu vitleysu og fara að eyða og spenna

hýrunni sem hann hefur nískast með eins og Norðmanna er háttur.

 

"Þú munt aldrei ganga einn - þú munt aldrei ganga einn

leiðina stuttu sem eftir er"

 

Ó, jú, jón arnar minn góður

ó, jú. Þú verður sendur út á gaddinn til svíagrýlunnar sem mun taka þig í fangið

og  hlaupa með þig út á ísinn með ástarglampa í auga

 

og dóttir hennar, ungfrú anelka, með ljósa lokka stendur gleið við vök og 

lokkar þig ofan í með frönskum gylliboðum - hún rekur upp skræk, kastar

rauðþrútnum gangráði upp í loftið og plammar hann niður.

Augu þín opnast um stund, jón arnar, vökin lokast. Himnarnir hrynja. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er heiður sýndur með þessum kveðskap. Þess má geta að Rauðhærði-Jón var ekki búinn að vera inni á vellinum í mikið meira en fimm mínútur þegar ég hugsaði með mér, orðrétt: "Vá, hvað hann er lélegur. Hann veit bara ekkert hvað hann er að gera. Djöfull vona ég að við seljum hann áður en allir eru búnir að fatta að hann getur ekki neitt." Sönn saga.

Magnús (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:15

2 identicon

Ég held að ég hafi verið að hugsa svipaðar hugsanir þegar ég skoraði sjálfsmark með 6. flokki Skallagríms. Markmaðurinn okkar hafði ekki fengið á sig mark í öllu mótinu þar til mér tókst að senda hann í markið. Man ekki betur en að þjálfarinn hafi tekið mig út af (eftir að hafa sett mig inn á fyrr í leiknum).

Annars held ég að menn ættu að þakka Jóni Arnari fyrir ógleymanlegt augnablik. Ég held að markið hans og markið mitt á sínum tíma hafi staðið upp úr í annars daufum leik.

Unnar (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband