Að keyra og fleira

Mér þykir frekar leiðinlegt að keyra. Ég man eftir einu skipti þar sem mér þótti gaman undir stýri - þá var ég að keyra vestur Miklubraut á leið í próf að mig minnir. Þá verður mér hlustað á epíska rokkslagarann Love spreads með Stone Roses og sjá, bic-penninn breyttist í kúbuvindil, þakið á justy sópaðist af og Tanngarður varð hvítt mansjón á Malibú. En stemningin var fokin um það bil til móts við Odda.

Oft hefur mér þótt leiðinlegt að keyra til Akureyrar, oftar þó til Reykjavíkur. Leiðinlegast er þó að keyra til Keflavíkur klukkan fimm að morgni í rigningu. Ekkert er leiðinlegra en það. Við Villi Mexíkani tókum eitt sitt Greyhound-rútu frá Washington til Toronto. Það var langt ferðalag og sætin í rútunni voru með þeim ósköpum að ná einungis upp að öxlum - svefn var því ekki á boðstólnum.

En hvað er maður að væla? Ég tók mann tali sem sinnir leiðinlegasta starfi í heimi með bros á vör. Hann er öryggisvörður við innkeyrsluna inn í hverfið. Hann situr í bíl eða stendur við bíl eða bónar bíl eða les blað eða talar við húsvörðinn - allan daginn. Það er ekkert að gera. En hann virðist vera í fínu skapi. Hann er frá Rúmeníu og sagðist ætla að vera hér í kannski 2 ár í viðbót og halda síðan heim á leið. Hann hefur búið á Spáni í 10 ár og fer mánuð á ári til Rúmeníu. Keyrandi! Ef ég hef skilið hann rétt þá eru 3000 km til Rúmeníu. Almáttugur minn og maður vælir yfir því að keyra milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Börnin eru að verða fullnuma í spánska júróvisjonlaginu þetta árið; chiki-chki. Enda er það prýðilegt lag þar sem farið er yfir spánska samtímasögu í 5 erindum á þremur mínútum.

Örri bróðir er í heimsókn, ég er búinn að taka tennisolnbogann af hillunni. Örri stóð sig vel í morgun og er í mikilli framför. Í gær fórum við í fótbolta með perúska grænmetissalanum og Örri fékk fljótlega viðurnefnið Guti enda töluvert líkur þeim ágæta Madrídingi. Ég var kallaður Maradona og veðraðist allur upp - var samt ekki að skilja af hverju þeir glottu svona mikið. Er Maradona ekki bestur?

Mikið var Ólafur Stefáns góður í gær - þvílíkur dásemdardrengur; hógvær og vinnusamur - þeir eru ansi ástfangir af honum í Ciudad Real.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hola todos !!

Thad er greinilega ekki audvelt ad hafa uppá ykkur... en ég er búinn ad rembast vid ad fá spaenska símanúmerid ykkar sent frá hinum ýmsu aettingjum... en ekkert gengur... Fattadi ekki thessa leid strax.... En ég er allaveganna í gódum gír hér í Burgos... og hlakka til ad sja ykkur....

Hasta viernes....

p.s. eg er í númeri 647059299 

Jorge Nilsson... aka jói fraendi. (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:49

2 identicon

Tio Don Juan! Velkomin til Spánar - var einmitt að senda á ykkur póst með helstu símanúmerum - vel á minnst, heimanúmerið er 914 855 108, held ég hafi gleymt því. Helgin er frátekin fyrir ykkur og planið að borða harðfisk og horfa á Stiklur, já nú verður sko gaman!

Hanna (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 08:02

3 identicon

Bið að heilsa Ómari, vonandi blístrar hann lag fyrir ykkur!

Brynja (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband